Ekkert flug til og frá Luton vegna mikils eldsvoða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 08:48 Eldurinn logaði glatt í nótt en svo virðist sem slökkvistarfi sé að ljúka. Stilla Búið er að loka Luton-flugvelli á Englandi vegna eldsvoða sem breiddist hratt út um bílageymslu á vellinum. Byggingin virðist hrunin að hluta og öll starfsemi vallarins liggur niðri. Ferðalöngum hefur verið sagt að halda sig frá flugvellinum og að allt flug muni liggja niðri þar til að minnsta kosti þrjú í dag. Þá hefur þeim verið ráðlagt að setja sig í samband við viðkomandi flugfélög. Flug Easy Jet frá Luton til Keflavíkur sem átti að lenda klukkan 8.20 í morgun var aflýst og sömuleiðis brottför klukkan 9 frá Keflavík til Luton. Á samfélagsmiðlum má sjá myndskeið þar sem það sést vel hvernig eldurinn hefur breiðst út og reyk leggur frá efstu hæð bílageymslunnar. Þá hafa sprengingar heyrst og hávaði frá þjófavarnakerfum bifreiða. Efforts are still ongoing to extinguish a serious fire at Luton Airport. We are continuing to protect surrounding airport infrastructure, vehicles and the Luton DART. For anyone whose travel plans may be affected, please refer to the advice being provided by London Luton Airport. pic.twitter.com/tNFo4hvRdX— Beds Fire and Rescue (@BedsFire) October 11, 2023 Viðbragðsaðilar í Bedfordshire segja eldinn hafa náð til um helmings mannvirkisins og að hluti þess sé hruninn. Útkall barst rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi og enn var unnið að því að slökkva eldinn klukkan 4 í morgun. Þegar mest var tóku yfir hundrað slökkviliðsmenn þátt í aðgerðum, á fimmtán slökkviliðsbifreiðum. Þá voru þrjú loftför notuð við slökkvistarfið. Einn almennur borgari og sex slökkviliðsmenn eru sagðir hafa þurft á aðhlynningu að halda vegna mögulegrar reykeitrunar. Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Ferðalöngum hefur verið sagt að halda sig frá flugvellinum og að allt flug muni liggja niðri þar til að minnsta kosti þrjú í dag. Þá hefur þeim verið ráðlagt að setja sig í samband við viðkomandi flugfélög. Flug Easy Jet frá Luton til Keflavíkur sem átti að lenda klukkan 8.20 í morgun var aflýst og sömuleiðis brottför klukkan 9 frá Keflavík til Luton. Á samfélagsmiðlum má sjá myndskeið þar sem það sést vel hvernig eldurinn hefur breiðst út og reyk leggur frá efstu hæð bílageymslunnar. Þá hafa sprengingar heyrst og hávaði frá þjófavarnakerfum bifreiða. Efforts are still ongoing to extinguish a serious fire at Luton Airport. We are continuing to protect surrounding airport infrastructure, vehicles and the Luton DART. For anyone whose travel plans may be affected, please refer to the advice being provided by London Luton Airport. pic.twitter.com/tNFo4hvRdX— Beds Fire and Rescue (@BedsFire) October 11, 2023 Viðbragðsaðilar í Bedfordshire segja eldinn hafa náð til um helmings mannvirkisins og að hluti þess sé hruninn. Útkall barst rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi og enn var unnið að því að slökkva eldinn klukkan 4 í morgun. Þegar mest var tóku yfir hundrað slökkviliðsmenn þátt í aðgerðum, á fimmtán slökkviliðsbifreiðum. Þá voru þrjú loftför notuð við slökkvistarfið. Einn almennur borgari og sex slökkviliðsmenn eru sagðir hafa þurft á aðhlynningu að halda vegna mögulegrar reykeitrunar.
Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira