Lífið

Leitin hafin að yngri Önnu og Elsu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Vala Kristín og Hildur Vala fara með hlutverk Önnu og Elsu í Frost.
Vala Kristín og Hildur Vala fara með hlutverk Önnu og Elsu í Frost. Þjóðleikhúsið

Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins 1. mars. Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir fara með hlutverk systranna Önnu og Elsu.

Leitin er nú hafin að stúlkum fyrir yngri hlutverk systranna, Önnu yngri og Elsu yngri. Stúlk­ur á aldrinum 8 til 11 ára (fæddar 2012 til 2015) geta tekið þátt í prufunum. 

Prufan felur í sér að syngja eitt lag og fara með texta sem má nálgast á heimasíðu Þjóðleik­húss­ins. Hægt er að skila inn leikprufunum rafrænt á vef leikhússins til og með 15. október.

Gísli Örn Garðarsson mun leikstýra Frost en sýningin verður sett upp á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Sýningin er samstarfsverkefni Vesturports og Det Norske Teatret í Osló, Þjóðleikhússins á Íslandi, Borgarleikhússins í Stokkhólmi og Borgarleikhússins í Helsinki. Tilkynnt verður um danskt leikhús innan tíðar.

Gísli Örn Garðarsson mun leikstýra sýningunni. Þjóðleikhúsið

Forsala á stórsöngleikinn hófst í síðustu viku og ljóst að spennan er mikil því nú þegar er orðið uppselt á tuttugu og tvær sýningar. Sagan um systurnar Önnu og Elsu sló rækilega í gegn þegar hún kom út sem kvikmynd árið 2013. Margar kynslóðir barna þekkja ævintýrið, sem byggir á sögunni um Snædrottninguna, út og inn.


Tengdar fréttir

Fjöl­breytt leik­ár í Þjóð­­leik­húsinu og ný byltingar­­kennd á­­skriftar­­leið

Þjóðleikhúsið hefur bætt við nýrri áskriftarleið í anda Spotify fyrir 15 til 25 ára sem veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sýningum leikhússins fyrir aðeins 1450 krónur á mánuði. Nýtt leikár rennur nú af stað, stútfullt af mögnuðum sögum, átökum, klassík, gleði og gamansýningum. Sýningar Þjóðleikhússins sópuðu að sér öllum helstu verðlaununum á Grímunni og öðrum verðlaunahátíðum í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.