„Þemað í laginu er óheiðarleiki í sambandi, þessi ofhugsun sem getur sprottið eftir þó nokkur grunsamleg atvik og þær spurningar sem vöknuðu hjá mér í kjölfarið,“ segir Þórunn Salka í samtali við blaðamann.
Hér má hlusta á lagið Trust issues:
Trust Issues er önnur smáskífa Þórunnar Sölku en hún gaf út sitt fyrsta lag, Freedom, síðastliðið sumar sem hún frumflutti á Druslugöngunni.
Lagið var fyrst samið árið 2016 þegar Þórunn Salka stundaði söngnám í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Sjö árum síðar byrjaði hún að vinna lagið aftur með Kaktusi Einarssyni sem pródúseraði lagið og kom að allri útsetningu.
„Markmiðið var að búa til stemningslag sem er í kontrasti við texta lagsins og þær tilfinningarnar sem ég gekk í gegnum.“
Lagið Skína með Patrik og Luigi heldur áfram að vera vinsælasta lag landsins en það situr staðfast í fyrsta sæti listans. Peggy Gou fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið (It Goes Like) Nanana.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: