Innherji

Á­form um tugi milljarða í arð ætti að vera stjórn OR „al­var­legt um­hugsunar­efni“

Hörður Ægisson skrifar
Samkvæmt nýrri fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur, sem er að 94 prósenta hluta í eigu Reykjavíkurborgar, fyrir árin 2024 til 2028 er meðal annars áætlað að greiða út samtals um 36,3 milljarða í arð á tímabilinu.
Samkvæmt nýrri fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur, sem er að 94 prósenta hluta í eigu Reykjavíkurborgar, fyrir árin 2024 til 2028 er meðal annars áætlað að greiða út samtals um 36,3 milljarða í arð á tímabilinu.

Áform Orkuveitu Reykjavíkur um að greiða út tugi milljarða í arð til eigenda sinna á næstu árum ætti að vera stjórn fyrirtækisins „alvarlegt umhugsunarefni“ með hliðsjón af versnandi afkomu og að blikur séu á lofti í efnahagsmálum, að sögn stjórnarmanns í OR. Tillaga hans um að fallið yrði frá arðgreiðslum að fjárhæð samanlagt 19 milljarðar á árunum 2024 til 2026 var felld af meirihluta stjórnar Orkuveitunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×