Þegar vondur málstaður verður verri Yousef Ingi Tamimi skrifar 12. október 2023 08:01 Það verður alltaf augljósara með hverjum degi sem líður hve alvarlegir atburðir eiga sér stað Í Palestínu. Stöðugar loftárásir með mannfalli þúsund palestínskra borgara er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við á viðeigandi hátt. Áframhaldandi loftárásir og hernaðainngrip Ísraels í Palestínu mun eingöngu skila sér í auknu mannfalli saklausra borgara og skilja eftir þorp og borgir sem rústir einar. Staðreyndin er samt sú að þetta er ekkert nýtt. Í yfir 70 ár hefur Palestína búið við hernám Ísraels. Hernám sem hófst með nauðungarfluttningi 700.000 Palestínubúa frá þeirra eigin landssvæðum árið 1948, nauðsynlegri aðgerð til að stofna ríki Ísraels að mati ísraelskra ráðamanna. Í flóttamannabúðum hírðust Palestínumenn í von og ótta um að geta snúið aftur. Ísraelskir sagnfræðingar, svokallaðir „New Historians“ hafa staðfest frásögn Palestínumanna um að þau voru rekin frá landinu sinu, fjöldamorð framkvæmd, þjóðernishreinsanir og þorp lögð í eyði. Þetta eru engar sögusagnir, þetta er kaldar staðreyndir um upphaf Ísraels. Næstu áratuga biðu hörmungar, endurteknar árásir Ísraela og stríð, hernám en engin viðurkenning frá Ísrael eða umheiminum á tilverurétti Palestínu. Árið 1993 kviknaði vonarglæta með Óslóarsamkomulaginu. Samkomulag sem fékk palestínsku heimastjórnina að viðurkenna Ísrael og farvegur lagður til að stofna frjálst ríki Palestínu, laust við hernám og arðrán ísraelska ríkisins. Frjáls Palestína er þó enginn veruleiki í dag. Þrátt fyrir samkomulag um annað, hefur Ísrael aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki. Ísrael hefur haldið áfram að hernema meira land, byggja fleiri landræningjabyggðir á landi Palestínu, arðræna, drepa og fyrirbyggja eðlilega framþróun Palestínu. Yfir 750 þúsund Ísraelar búa í ólöglegum landræningjabyggðum í Palestínu með nýlegum loforðum um frekari fjölgun þeirra. Frá árinu 2022 hafa árásir ísraelskra landræningja á Palestínubúa rekið yfir þúsund á flótta. Ísrael stjórnar hverjir koma inn í landið og hverjir fara þaðan. Ísrael stjórnar hvað má flytja inn og hvað má flytja út. Ísrael stjórnar hvar og hvenær einstaklingar mega ferðast á milli borga í Palestínu, og inniloka borgir algjörlega eftir hentugleika. Ísrael stjórnar rafmagninu, skammta vatninu og stjórna öllu lífi Palestínumanna, hvort sem það er á Vesturbakkanum eða Gaza. Ísrael stundar aðskilnaðarstefnu. Ástandið í Palestínu versnar með hverjum degi sem líður og frá byrjun árs fram í september höfðu Ísraelar drepið meira en 235 Palestínumenn, flesta á Vesturbakkanum. Ásamt því hafa nú yfir þúsund Palestínumenn hafa verið myrtir í loftárásum undanfarna daga. Árásir landræningja á Palestínumenn eru daglegur viðburður og lítil sem engin viðurlög er við þeim árásum. Ísraelskir herinn telst hafa skyldu að vernda landræningja við árásir þeirra á Palestínubúa. Her sem verndar hópa hryðjuverkamanna sem brenna inni heilu fjölskyldurnar, skjóta á bifreiðar eða brenna niður ræktunarland Palestínumanna. Palestínumenn búa við stöðuga martröð, ótta við að komast ekki leiðar sinnar, sækja heilbrigðissþjónustu eða fara í skóla. Palestínumenn lifa í stöðugum ótta að börnin sín koma ekki heim, séu handtekin eða drepin af ísraelskum landræningjum. Veruleikinn er sá að atburðir helgarinnar, þar sem Hamas réðst á og drápu ísraelska þegna, er daglegur veruleiki Palestínumanna. Við í vestrænum ríkjum höfum orðið ónæm fyrir þeirri stöðugu ofbeldisöldu sem brotnar á baki palestínskra borgara – við höfum byrjað að samþykkja þessar árásir sem gefin hlut, ákveðið status quo sem vestræn samfélag sættir sig við. Þögnin rofnar einungis þegar Palestína ræðst til baka, við vöknum til og hryllumst yfir þeim atburðum sem eiga sér stað en hundsum þá staðreynd að rúmlega 6 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því 2008. Ekki nóg með að hið daglega ástandi er slæmt, þá verður það enn verra þegar Ísrael ákveður að setja 2.2 milljón einstaklinga í herkví, ráðast ítrekað á þau og drepa. Daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar er á mörkum þess að vera lífvænlegt. Hreint vatn er af skornum skammti, skortur er á viðeigandi heilbrigðisþjónustu, hátt atvinnuleysi og framtíðin svört fyrir þau ungmenni sem búa þar. Ísrael hefur hótað hefndum fyrir þá sem drepnir voru í árás Hamas á Ísrael. Hefndum sem að Bandaríkin, Evrópusambandið og að því virðist íslensk stjórnvöld standa þétt bakvið. Kjörorðin eru að Ísrael eigi rétt á að verja sig. Vörn Ísraels hófst með loftárásum á Gaza, aðgerðir sem hafa drepið yfir 1.100 Palestínumenn og þar af yfir 260 börn. Loftárásirnar hafa eyðilagt sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla, drepið heilbrigðisstarfsfólk, jafnað heilu hverfin við jörðu og valdið gríðarlegri eyðileggingu á öllum innviðum Gaza. Ísrael hefur skrúfað fyrir vatnið, slökkt á rafmagninu, bannað flutning matvæla og hjálpargagna og hótað Egyptum að sprengja bifreiðar með hjálpargögn. Ísrael stjórnar öllu aðgengi til og frá Gaza, Ísrael stjórnar landhelginni og nýtir herskip sín að ráðast á veiðimenn sem sigla of langt frá ströndu, í þeirri örvæntingafullu von að geta veitt meira í matinn. Ísrael ráðlagði Palestínumönnum að flýja undan loftárásum, á sama tíma og þeir sprengdu einu landamærastöðina að Egyptalandi. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið og sú heilbrigðisaðstoð sem fannst fyrir mun lamast á næstu klukkustundum og þá bíður ekkert nema dauði fyrir þá Palestínumenn sem bíða í von og ótta um að umheimurinn vakni. Ísrael er ekki að verja sig gagnvart hryðjuverkamönnum. Ísrael, er að stunda þjóðarmorð í Palestínu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það verður alltaf augljósara með hverjum degi sem líður hve alvarlegir atburðir eiga sér stað Í Palestínu. Stöðugar loftárásir með mannfalli þúsund palestínskra borgara er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við á viðeigandi hátt. Áframhaldandi loftárásir og hernaðainngrip Ísraels í Palestínu mun eingöngu skila sér í auknu mannfalli saklausra borgara og skilja eftir þorp og borgir sem rústir einar. Staðreyndin er samt sú að þetta er ekkert nýtt. Í yfir 70 ár hefur Palestína búið við hernám Ísraels. Hernám sem hófst með nauðungarfluttningi 700.000 Palestínubúa frá þeirra eigin landssvæðum árið 1948, nauðsynlegri aðgerð til að stofna ríki Ísraels að mati ísraelskra ráðamanna. Í flóttamannabúðum hírðust Palestínumenn í von og ótta um að geta snúið aftur. Ísraelskir sagnfræðingar, svokallaðir „New Historians“ hafa staðfest frásögn Palestínumanna um að þau voru rekin frá landinu sinu, fjöldamorð framkvæmd, þjóðernishreinsanir og þorp lögð í eyði. Þetta eru engar sögusagnir, þetta er kaldar staðreyndir um upphaf Ísraels. Næstu áratuga biðu hörmungar, endurteknar árásir Ísraela og stríð, hernám en engin viðurkenning frá Ísrael eða umheiminum á tilverurétti Palestínu. Árið 1993 kviknaði vonarglæta með Óslóarsamkomulaginu. Samkomulag sem fékk palestínsku heimastjórnina að viðurkenna Ísrael og farvegur lagður til að stofna frjálst ríki Palestínu, laust við hernám og arðrán ísraelska ríkisins. Frjáls Palestína er þó enginn veruleiki í dag. Þrátt fyrir samkomulag um annað, hefur Ísrael aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki. Ísrael hefur haldið áfram að hernema meira land, byggja fleiri landræningjabyggðir á landi Palestínu, arðræna, drepa og fyrirbyggja eðlilega framþróun Palestínu. Yfir 750 þúsund Ísraelar búa í ólöglegum landræningjabyggðum í Palestínu með nýlegum loforðum um frekari fjölgun þeirra. Frá árinu 2022 hafa árásir ísraelskra landræningja á Palestínubúa rekið yfir þúsund á flótta. Ísrael stjórnar hverjir koma inn í landið og hverjir fara þaðan. Ísrael stjórnar hvað má flytja inn og hvað má flytja út. Ísrael stjórnar hvar og hvenær einstaklingar mega ferðast á milli borga í Palestínu, og inniloka borgir algjörlega eftir hentugleika. Ísrael stjórnar rafmagninu, skammta vatninu og stjórna öllu lífi Palestínumanna, hvort sem það er á Vesturbakkanum eða Gaza. Ísrael stundar aðskilnaðarstefnu. Ástandið í Palestínu versnar með hverjum degi sem líður og frá byrjun árs fram í september höfðu Ísraelar drepið meira en 235 Palestínumenn, flesta á Vesturbakkanum. Ásamt því hafa nú yfir þúsund Palestínumenn hafa verið myrtir í loftárásum undanfarna daga. Árásir landræningja á Palestínumenn eru daglegur viðburður og lítil sem engin viðurlög er við þeim árásum. Ísraelskir herinn telst hafa skyldu að vernda landræningja við árásir þeirra á Palestínubúa. Her sem verndar hópa hryðjuverkamanna sem brenna inni heilu fjölskyldurnar, skjóta á bifreiðar eða brenna niður ræktunarland Palestínumanna. Palestínumenn búa við stöðuga martröð, ótta við að komast ekki leiðar sinnar, sækja heilbrigðissþjónustu eða fara í skóla. Palestínumenn lifa í stöðugum ótta að börnin sín koma ekki heim, séu handtekin eða drepin af ísraelskum landræningjum. Veruleikinn er sá að atburðir helgarinnar, þar sem Hamas réðst á og drápu ísraelska þegna, er daglegur veruleiki Palestínumanna. Við í vestrænum ríkjum höfum orðið ónæm fyrir þeirri stöðugu ofbeldisöldu sem brotnar á baki palestínskra borgara – við höfum byrjað að samþykkja þessar árásir sem gefin hlut, ákveðið status quo sem vestræn samfélag sættir sig við. Þögnin rofnar einungis þegar Palestína ræðst til baka, við vöknum til og hryllumst yfir þeim atburðum sem eiga sér stað en hundsum þá staðreynd að rúmlega 6 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því 2008. Ekki nóg með að hið daglega ástandi er slæmt, þá verður það enn verra þegar Ísrael ákveður að setja 2.2 milljón einstaklinga í herkví, ráðast ítrekað á þau og drepa. Daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar er á mörkum þess að vera lífvænlegt. Hreint vatn er af skornum skammti, skortur er á viðeigandi heilbrigðisþjónustu, hátt atvinnuleysi og framtíðin svört fyrir þau ungmenni sem búa þar. Ísrael hefur hótað hefndum fyrir þá sem drepnir voru í árás Hamas á Ísrael. Hefndum sem að Bandaríkin, Evrópusambandið og að því virðist íslensk stjórnvöld standa þétt bakvið. Kjörorðin eru að Ísrael eigi rétt á að verja sig. Vörn Ísraels hófst með loftárásum á Gaza, aðgerðir sem hafa drepið yfir 1.100 Palestínumenn og þar af yfir 260 börn. Loftárásirnar hafa eyðilagt sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla, drepið heilbrigðisstarfsfólk, jafnað heilu hverfin við jörðu og valdið gríðarlegri eyðileggingu á öllum innviðum Gaza. Ísrael hefur skrúfað fyrir vatnið, slökkt á rafmagninu, bannað flutning matvæla og hjálpargagna og hótað Egyptum að sprengja bifreiðar með hjálpargögn. Ísrael stjórnar öllu aðgengi til og frá Gaza, Ísrael stjórnar landhelginni og nýtir herskip sín að ráðast á veiðimenn sem sigla of langt frá ströndu, í þeirri örvæntingafullu von að geta veitt meira í matinn. Ísrael ráðlagði Palestínumönnum að flýja undan loftárásum, á sama tíma og þeir sprengdu einu landamærastöðina að Egyptalandi. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið og sú heilbrigðisaðstoð sem fannst fyrir mun lamast á næstu klukkustundum og þá bíður ekkert nema dauði fyrir þá Palestínumenn sem bíða í von og ótta um að umheimurinn vakni. Ísrael er ekki að verja sig gagnvart hryðjuverkamönnum. Ísrael, er að stunda þjóðarmorð í Palestínu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar