Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 10:21 Þegar hermenn fóru inn í Kfar Aza lágu lík á víð og dreif. Liðsmenn Hamas höfðu myrt börn, konur og menn, yfir hundrað manns að því er talið er. epa/Atef Sadafi Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. Ummælin lét hann falla þegar hann ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum. Tveir háttsettir embættismenn sögðu í samtali við NBC News að Biden hefði aðeins verið að vísa til fregna þess efnis að börn hefðu verið afhöfðuð. Deilt hefur verið um fregnirnar á samfélagsmiðlum og skrifað um málið í fréttum. Ísraelski herinn hefur ekki viljað staðfesta að börn hafi verið afhöfðuð en hins vegar sagði talsmaður Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær að ungabörn og börn hefðu fundist afhöfðuð í Kfar Aza, þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir af Hamas-liðum á laugardag. Beheaded babies report spread wide and fast but the Israeli military won t confirm it https://t.co/bBJ3eJqOUH by @alicesperi https://t.co/bBJ3eJqOUH— The Intercept (@theintercept) October 11, 2023 Nokkrir miðlar hafa haft eftir ísraelskum hermönnum, í gegnum þriðja aðila, að börn hafi fundist afhöfðuð í Kfar Aza. Má þar nefna CBS News, sem hafði fregnirnar eftir Libby Weiss, einum talsmanna Ísraelshers. Þá hefur CBS það eftir Yossi Landau, yfirmanni björgunarsveita í suðurhluta landsins, að hann hafi sjálfur séð ungabörn og börn sem hafi verið afhöfðuð. „Ég sá miklu meira sem ég get ekki lýst núna því það er mjög erfitt,“ sagði hann. Börn og foreldrar hefðu fundist með bundnar hendur og augljós ummerki um pyntingar. Greint hefur verið frá því að allt að 40 börn hafi fundist afhöfðuð en þær fréttir virðast ekki fást staðist. Það voru blaðamenn ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar i24NEWS sem sögðu fyrst frá því að börn hefðu verið afhöfðuð og höfðu eftir ísraelskum hermönnum. Talsmaður hersins sagðist í samtali við The Intercept ekki geta staðfest fregnirnar en það væri augljóst að mörg hroðaverk hefðu verið framin. Intercept segir hermenn einnig hafa sagt blaðamönnum að einhverjar afhöfðanir hefðu átt sér stað. Þetta virðist vera nærri því sem hægt er að staðfesta en Benjamin Netanyahu sagði sjálfur í ræðu í gær að hermenn hefðu verið afhöfðaðir, auk þess sem börn hefðu verið bundin og skotin í höfuðið. Þá hefði ungum konum verið nauðgað og fólk brennt lifandi. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Ummælin lét hann falla þegar hann ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum. Tveir háttsettir embættismenn sögðu í samtali við NBC News að Biden hefði aðeins verið að vísa til fregna þess efnis að börn hefðu verið afhöfðuð. Deilt hefur verið um fregnirnar á samfélagsmiðlum og skrifað um málið í fréttum. Ísraelski herinn hefur ekki viljað staðfesta að börn hafi verið afhöfðuð en hins vegar sagði talsmaður Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær að ungabörn og börn hefðu fundist afhöfðuð í Kfar Aza, þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir af Hamas-liðum á laugardag. Beheaded babies report spread wide and fast but the Israeli military won t confirm it https://t.co/bBJ3eJqOUH by @alicesperi https://t.co/bBJ3eJqOUH— The Intercept (@theintercept) October 11, 2023 Nokkrir miðlar hafa haft eftir ísraelskum hermönnum, í gegnum þriðja aðila, að börn hafi fundist afhöfðuð í Kfar Aza. Má þar nefna CBS News, sem hafði fregnirnar eftir Libby Weiss, einum talsmanna Ísraelshers. Þá hefur CBS það eftir Yossi Landau, yfirmanni björgunarsveita í suðurhluta landsins, að hann hafi sjálfur séð ungabörn og börn sem hafi verið afhöfðuð. „Ég sá miklu meira sem ég get ekki lýst núna því það er mjög erfitt,“ sagði hann. Börn og foreldrar hefðu fundist með bundnar hendur og augljós ummerki um pyntingar. Greint hefur verið frá því að allt að 40 börn hafi fundist afhöfðuð en þær fréttir virðast ekki fást staðist. Það voru blaðamenn ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar i24NEWS sem sögðu fyrst frá því að börn hefðu verið afhöfðuð og höfðu eftir ísraelskum hermönnum. Talsmaður hersins sagðist í samtali við The Intercept ekki geta staðfest fregnirnar en það væri augljóst að mörg hroðaverk hefðu verið framin. Intercept segir hermenn einnig hafa sagt blaðamönnum að einhverjar afhöfðanir hefðu átt sér stað. Þetta virðist vera nærri því sem hægt er að staðfesta en Benjamin Netanyahu sagði sjálfur í ræðu í gær að hermenn hefðu verið afhöfðaðir, auk þess sem börn hefðu verið bundin og skotin í höfuðið. Þá hefði ungum konum verið nauðgað og fólk brennt lifandi.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira