Alþjóðlegur dagur gigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar 12. október 2023 12:01 Í dag 12. október er Alþjóðlegur dagur gigtar sem notaður er til að vekja athygli á gigtarsjúkdómum og afleiðingum þeirra á einstaklingana sem greinast með þá og einnig áhrif þeirra á fjölskyldur þeirra sem eru með sjúkdóminn. Þegar einstaklingur fær alvarlegan sjúkdóm hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Einstaklingurinn sem er með sjúkdóminn getur ekki gert hlutina eins og áður og hefur það því áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Að minnsta kosti 1/5 Íslendinga fá gigt á lífsleiðinni. Þeir geta verið frá því að vera vægir þar sem fólk finnur fyrir verkjum af og til upp í alvarlega lífshættulegra fjölkerfa sjúkdóma. Fólk á öllum aldri fær gigt allt frá börnum til fullorðinna og verða margir óvinnufærir. Oft er mikil þrautaganga að fá greiningu og eru margir búnir að vera veikir jafnvel í áratugi áður en greining liggur fyrir. Þó sjúkdómurinn greinist oft á fullorðinsaldri eru margir búnir að vera með einkenni frá barnæsku. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á að greina gigtarsjúkdóma snemma meðan hægt er að koma í veg fyrir skemmdir og örorku og meðan hægt er að tryggja einstaklingum fulla virkni og lífsgæði. Þó einkenni gigtarsjúkdóma séu ekki alltaf sýnileg geta þeir haft mikil áhrif á líf þeirra sem verða fyrir þeim og leitt til þess að fólk getur ekki unnið og lifað sjálfstæðu lífi og lagt miklar byrðar á einstaklinginn og fjölskyldur þeirra. Gigt hefur mikil áhrif á lífsgæði fólks og henni fylgja auk verkja, mikil þreyta, slappleiki og veikara ónæmiskerfi sem getur valdið því að fólk verður oftar veikt, auk ýmissa annarra einkenna. Verkirnir geta valdið svefnvandamálum sem getur aukið enn á þreytuna. Þegar fólk gengur í gegnum slæm tímabil getur verið erfitt að gera einföldustu hluti og allir hlutir fara að taka lengri tíma en áður. Gigt er ósýnilegur sjúkdómur og því fá gigtarsjúklingar stundum lítinn skilning frá umhverfinu og aðstandendum þar sem ekki er hægt að sjá að fólk sé veikt. Það eiga margir erfitt með að skilja að þreyta sem fylgir gigtarsjúkdómum er ekki þess eðlis að fólk geti bara lagt sig og vaknað eftir smástund endurnært. Margir eiga líka erfitt með að skilja að það sem fólk getur gert á góðum degi er kannski ekki hægt næsta dag. Suma daga getur það eitt að fara á fætur verið nægt verkefni fyrir daginn. Mikilvægt er fyrir fólk með gigt að forgangsraða verkefnum og dreifa þeim yfir á dagana til að spara orkuna, sem gerir það þá að verkum að betur gengur að hafa stjórn á sjúkdómnum og einkennum þeirra. Fólk fer inn í daginn með ákveðið mikla orku og ef maður eyðir henni óskynsamlega þá á maður ekkert eftir í restina af deginum. Það skiptir miklu máli að klára orkuna ekki alveg með því að gera of mikið í einu því það getur haft í för með sér slæma daga í framhaldinu. Það er mikilvægt fyrir fólk með gigtarsjúkdóma að finna gott jafnvægi milli hvíldar og virkni. Gigtarfélaginu eru um það bil 4800 meðlimir. Gigtarfélagið stuðlar að fræðslu og hagsmunagæslu fyrir fólk með gigt og sjálfsónæmissjúkdóma. Flestir sem starfa fyrir félagið eru sjálfboðaliðar. Það starfrækir gigtarmiðstöð sem býður upp á sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hópleikfimi, stuðlar að fræðslu til dæmis í formi fyrirlestra, styður við gigtarrannsóknir o.fl. Á vegum félagsins starfa áhugahópar um nokkra gigtarsjúkdóma sem sinna meðal annars jafningjafræðslu. Fyrir fólk með gigt og þá sérstaklega þá sem eru með sjaldgæfa sjúkdóma skiptir miklu máli að hafa aðgang að upplýsingum og jafningjafræðslu þar sem margir þurfa hjálp við að takast á við lífið með gigtarsjúkdómi. Á næstu vikum mun Gigtarfélag Íslands flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í Brekkuhúsum 1 í Reykjavík og er það ósk okkar að við getum veitt félagsmönnum okkar á landinu öllu mun betri þjónustu með hjálp fullkomins fjarfundarbúnaðar auk þess sem öll aðkoma að félaginu verður betri og möguleikar til fræðslu og félagsstarf hvort heldur á staðnum eða í gegnum fjarfundarbúnað verður mun betri. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag 12. október er Alþjóðlegur dagur gigtar sem notaður er til að vekja athygli á gigtarsjúkdómum og afleiðingum þeirra á einstaklingana sem greinast með þá og einnig áhrif þeirra á fjölskyldur þeirra sem eru með sjúkdóminn. Þegar einstaklingur fær alvarlegan sjúkdóm hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Einstaklingurinn sem er með sjúkdóminn getur ekki gert hlutina eins og áður og hefur það því áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Að minnsta kosti 1/5 Íslendinga fá gigt á lífsleiðinni. Þeir geta verið frá því að vera vægir þar sem fólk finnur fyrir verkjum af og til upp í alvarlega lífshættulegra fjölkerfa sjúkdóma. Fólk á öllum aldri fær gigt allt frá börnum til fullorðinna og verða margir óvinnufærir. Oft er mikil þrautaganga að fá greiningu og eru margir búnir að vera veikir jafnvel í áratugi áður en greining liggur fyrir. Þó sjúkdómurinn greinist oft á fullorðinsaldri eru margir búnir að vera með einkenni frá barnæsku. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á að greina gigtarsjúkdóma snemma meðan hægt er að koma í veg fyrir skemmdir og örorku og meðan hægt er að tryggja einstaklingum fulla virkni og lífsgæði. Þó einkenni gigtarsjúkdóma séu ekki alltaf sýnileg geta þeir haft mikil áhrif á líf þeirra sem verða fyrir þeim og leitt til þess að fólk getur ekki unnið og lifað sjálfstæðu lífi og lagt miklar byrðar á einstaklinginn og fjölskyldur þeirra. Gigt hefur mikil áhrif á lífsgæði fólks og henni fylgja auk verkja, mikil þreyta, slappleiki og veikara ónæmiskerfi sem getur valdið því að fólk verður oftar veikt, auk ýmissa annarra einkenna. Verkirnir geta valdið svefnvandamálum sem getur aukið enn á þreytuna. Þegar fólk gengur í gegnum slæm tímabil getur verið erfitt að gera einföldustu hluti og allir hlutir fara að taka lengri tíma en áður. Gigt er ósýnilegur sjúkdómur og því fá gigtarsjúklingar stundum lítinn skilning frá umhverfinu og aðstandendum þar sem ekki er hægt að sjá að fólk sé veikt. Það eiga margir erfitt með að skilja að þreyta sem fylgir gigtarsjúkdómum er ekki þess eðlis að fólk geti bara lagt sig og vaknað eftir smástund endurnært. Margir eiga líka erfitt með að skilja að það sem fólk getur gert á góðum degi er kannski ekki hægt næsta dag. Suma daga getur það eitt að fara á fætur verið nægt verkefni fyrir daginn. Mikilvægt er fyrir fólk með gigt að forgangsraða verkefnum og dreifa þeim yfir á dagana til að spara orkuna, sem gerir það þá að verkum að betur gengur að hafa stjórn á sjúkdómnum og einkennum þeirra. Fólk fer inn í daginn með ákveðið mikla orku og ef maður eyðir henni óskynsamlega þá á maður ekkert eftir í restina af deginum. Það skiptir miklu máli að klára orkuna ekki alveg með því að gera of mikið í einu því það getur haft í för með sér slæma daga í framhaldinu. Það er mikilvægt fyrir fólk með gigtarsjúkdóma að finna gott jafnvægi milli hvíldar og virkni. Gigtarfélaginu eru um það bil 4800 meðlimir. Gigtarfélagið stuðlar að fræðslu og hagsmunagæslu fyrir fólk með gigt og sjálfsónæmissjúkdóma. Flestir sem starfa fyrir félagið eru sjálfboðaliðar. Það starfrækir gigtarmiðstöð sem býður upp á sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hópleikfimi, stuðlar að fræðslu til dæmis í formi fyrirlestra, styður við gigtarrannsóknir o.fl. Á vegum félagsins starfa áhugahópar um nokkra gigtarsjúkdóma sem sinna meðal annars jafningjafræðslu. Fyrir fólk með gigt og þá sérstaklega þá sem eru með sjaldgæfa sjúkdóma skiptir miklu máli að hafa aðgang að upplýsingum og jafningjafræðslu þar sem margir þurfa hjálp við að takast á við lífið með gigtarsjúkdómi. Á næstu vikum mun Gigtarfélag Íslands flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í Brekkuhúsum 1 í Reykjavík og er það ósk okkar að við getum veitt félagsmönnum okkar á landinu öllu mun betri þjónustu með hjálp fullkomins fjarfundarbúnaðar auk þess sem öll aðkoma að félaginu verður betri og möguleikar til fræðslu og félagsstarf hvort heldur á staðnum eða í gegnum fjarfundarbúnað verður mun betri. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar