Körfubolti

Leik­manna­könnun Tomma Stein­dórs: Vals­menn eiga tvo bestu leik­menn deildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristófer Acox og Kári Jónsson eru tveir af bestu leikmönnum deildarinnar að mati annarra leikmanna deildarinnar.
Kristófer Acox og Kári Jónsson eru tveir af bestu leikmönnum deildarinnar að mati annarra leikmanna deildarinnar. Samsett

Tómas Steindórsson var í setti í Subway Körfuboltakvöld Extra síðastliðinn þriðjudag þar sem hann og Stefán Árni Pálsson fara yfir allt tengt Subway-deild karla á léttu nótunum.

Tómas tók það að sér að senda út leikmannakönnun þar sem hann fær leikmenn deildarinnar til að segja sína skoðum á ýmsum hlutum tengdum deildinni. Áhorfendur fengu svar við fyrstu spurningunni í síðasta þætti, en hún snéri að því hver væri besti leikmaður deildarinnar að mati annarra leikmanna.

Það er þó ekki hægt að segja að það hafi gengið áfallalaust hjá Tómasi að senda leikmannakönnunina út til leikmanna. Hann segist hafa náð að senda skilaboð á um fimmtíu leikmenn áður en Facebook fór að hafa áhyggjur af því að hann væri í raun vélmenni að senda út ruslpóst.

Tómas fékk því aðeins svör frá um fjörutíu leikmönnum deildarinnar, en niðurstaðan úr úrtakinu var nokkuð skýr. Kári Jónsson, leikmaður Vals, vann yfirburðarsigur í kosningunni um besta leikmann deildarinnar með 41 prósent atkvæða. Liðsfélagi hans hjá Val, Kristófer Acox, fékk næst flest atkvæði, eða 23 prósent, líkt og Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar.

Klippa: Leikmannakönnun Tomma Steindórs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×