Arna Sif valin best: Það er mjög þægileg orka að ganga inn í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 12:00 Arna Sif Ásgrímsdóttir er besti leikmaður Bestu deildar kvenna 2023 að mati Bestu markanna. S2 Sport Bestu mörkin á Stöð 2 Sport völdu Örnu Sif Ásgrímsdóttur besta leikmann Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar en þetta er annað árið í röð sem Arna Sif fær þessi verðlaun frá þættinum. Helena Ólafsdóttir fékk Örnu Sif í þáttinn til að ræða við sig og sérfræðingana Margréti Láru Viðarsdóttur og Mist Rúnarsdóttur. Arna Sif spilaði lykilhlutverk í miðri vörn Íslandsmeistaranna og skoraði að auki þrjú mörk í leikjunum 23. „Við erum með besta leikmanninn sem við völdum, ég og sérfræðingarnir. Arna Sif Ásgrímsdóttir. Annað árið í röð sem við veljum þig,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Valskonur fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í ár.Vísir/Diego Gleymist oft „Þakka ykkur kærlega fyrir það stelpur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. „Segja svo að við séum með eitthvað blæti fyrir sóknarmönnum,“ skaut Margrét Lára Viðarsdóttir inn í. „Ég er náttúrulega gamall sóknarmaður. Það gleymist oft,“ svaraði Arna Sif létt. Sérfræðingarnir töluðu um að hún hafi skorað minna en í fyrra. „Það er bara þeir sem skora mörkin sem skipta máli. Það er mikilvægt að skora mörk í fótbolta, það segir sig sjálft. En er ekki rétt hjá mér að ég skoraði jafnmikið í ár og í fyrra. Þau komu bara seinna,“ spurði Arna til baka. Heimilislegt á Hlíðarenda „Mér líður ótrúlega vel í Val og alveg frá því að ég kem fyrst 2016. Þetta er svo heimilisleg og það eru allir vinir manns. Það er rosalega vel tekið á móti manni. Það er auðvelt að koma inn í þetta félag og tilheyra hópnum. Það er mjög þægileg orka að ganga inn í,“ sagði Arna Sif en hún gleymir þó ekki rótunum sínum sem eru í Þór. „Ertu að spyrja mig hvort ég sé meiri Valsari en Þórsari? Það er ekki hægt,“ sagði Arna þegar Helena gerði sig líklega til að fá hana til að velja á milli. „Ég er mikill Valsari og Valur á gríðarlega stóran stað í hjarta mínu en ekki stærra en heima. Þorpið bjó mig til,“ sagði Arna. Hún viðurkennir að hún er ekki að horfa á það að komast út í atvinnumennsku. Ánægð þar sem hún er núna „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er það eiginlega ekki. Þetta er orðið pínulítið staðlað svar hjá mér þegar ég er spurð að þessu. Mér líður eins og maður eigi alltaf að vera að hugsa lengra. Margrét var að tala um það áðan að vera ánægður á þeim stað sem maður er á. Ég er bar gríðarlega ánægð þar sem ég er núna,“ sagði Arna. „Ef eitthvað kæmi upp þá myndi ég skoða það en eins og staðan er núna þá er ég bara mjög sátt,“ sagði Arna. Hún býst þó við að enda ferilinn sinn fyrir norðan. „Já ég hugsa að ég endi alltaf þar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið markmiðið en planið kannski. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég horfi til þess núna,“ sagði Arna. Það má horfa á allt viðtalið við Örnu hér fyrir neðan. Klippa: Arna Sif valin best: Þetta er svo heimilislegt í Val og allir vinir manns Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Helena Ólafsdóttir fékk Örnu Sif í þáttinn til að ræða við sig og sérfræðingana Margréti Láru Viðarsdóttur og Mist Rúnarsdóttur. Arna Sif spilaði lykilhlutverk í miðri vörn Íslandsmeistaranna og skoraði að auki þrjú mörk í leikjunum 23. „Við erum með besta leikmanninn sem við völdum, ég og sérfræðingarnir. Arna Sif Ásgrímsdóttir. Annað árið í röð sem við veljum þig,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Valskonur fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í ár.Vísir/Diego Gleymist oft „Þakka ykkur kærlega fyrir það stelpur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. „Segja svo að við séum með eitthvað blæti fyrir sóknarmönnum,“ skaut Margrét Lára Viðarsdóttir inn í. „Ég er náttúrulega gamall sóknarmaður. Það gleymist oft,“ svaraði Arna Sif létt. Sérfræðingarnir töluðu um að hún hafi skorað minna en í fyrra. „Það er bara þeir sem skora mörkin sem skipta máli. Það er mikilvægt að skora mörk í fótbolta, það segir sig sjálft. En er ekki rétt hjá mér að ég skoraði jafnmikið í ár og í fyrra. Þau komu bara seinna,“ spurði Arna til baka. Heimilislegt á Hlíðarenda „Mér líður ótrúlega vel í Val og alveg frá því að ég kem fyrst 2016. Þetta er svo heimilisleg og það eru allir vinir manns. Það er rosalega vel tekið á móti manni. Það er auðvelt að koma inn í þetta félag og tilheyra hópnum. Það er mjög þægileg orka að ganga inn í,“ sagði Arna Sif en hún gleymir þó ekki rótunum sínum sem eru í Þór. „Ertu að spyrja mig hvort ég sé meiri Valsari en Þórsari? Það er ekki hægt,“ sagði Arna þegar Helena gerði sig líklega til að fá hana til að velja á milli. „Ég er mikill Valsari og Valur á gríðarlega stóran stað í hjarta mínu en ekki stærra en heima. Þorpið bjó mig til,“ sagði Arna. Hún viðurkennir að hún er ekki að horfa á það að komast út í atvinnumennsku. Ánægð þar sem hún er núna „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er það eiginlega ekki. Þetta er orðið pínulítið staðlað svar hjá mér þegar ég er spurð að þessu. Mér líður eins og maður eigi alltaf að vera að hugsa lengra. Margrét var að tala um það áðan að vera ánægður á þeim stað sem maður er á. Ég er bar gríðarlega ánægð þar sem ég er núna,“ sagði Arna. „Ef eitthvað kæmi upp þá myndi ég skoða það en eins og staðan er núna þá er ég bara mjög sátt,“ sagði Arna. Hún býst þó við að enda ferilinn sinn fyrir norðan. „Já ég hugsa að ég endi alltaf þar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið markmiðið en planið kannski. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég horfi til þess núna,“ sagði Arna. Það má horfa á allt viðtalið við Örnu hér fyrir neðan. Klippa: Arna Sif valin best: Þetta er svo heimilislegt í Val og allir vinir manns
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira