Reglur um blóðmerahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 13. október 2023 09:30 Undanfarið hafa verið nokkur skoðanaskipti um blóðtöku úr íslenskum hryssum og þær reglur sem sú iðja fellur undir. Af þeim sökum er rétt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Lögin sem ná yfir blóðmerahald eru m.a. lög um velferð dýra nr. 55/2013 nánar tiltekið 20.gr. og til ítar þeim lögum hefur gilt reglugerð 460/2017 sem er innleiðing EES tilskipunar 2010/63. ESA eftirlitstofnun með EES samningnum gaf út álit sitt á blóðmerahaldi og reglum þar að lútandi, vorið 2023 eftir um árs málsmeðferð. Álit ESA er ítarlegt og styðst við reglugerðina sjálfa, greinargerð sem fylgir með henni um tilgang hennar, og önnur ítargögn til lögskýringar. Staðreyndir málsins eru þær að reglurnar sem finna má í 460/2017 hafa verið gild lög á Íslandi frá 2017 og ganga framar landslögum eins og aðrar reglur EES. Þegar spurt er hvers vegna reglugerð 900/2022, sem var grundvöllur leyfisveitingar til blóðmeraiðju, var felld úr gildi og blóðmeraðiðjan felld undir “nýja” reglugerð, er svarið því það að rg. 900/2022 var í trássi við 3. gr. EES samningsins. Með öðrum orðum, blóðmeraiðjan hefur heyrt undir gildandi lög í landinu sem ekki var farið eftir, frá 2017. Ástæðan fyrir því að ekki var farið eftir þessum lögum, var sú að hið opinbera vildi hlífa blóðmerastarfsemi við hinum ströngu skilyrðum sem felast í 460/2017. Það er því fjarri öllu sanni að ríkið, ráðherra eða embættismenn séu að “slá heila atvinnugrein út af borðinu” eins og einstakir þingmenn hafa haldið fram. Eftir gaumgæfilega skoðun ríkisins á áliti ESA var niðurstaðan sú að röksemdir ESA væru það sterkar að ekki myndi borga sig að andæfa frekar. Það er enda skoðun þeirra sem hafa lesið álit ESA og sett sig inn í röksemdafærslu þess. Hefði ríkið þverskallast við áliti ESA eru allar líkur á því að ríkinu hefði verið stefnt fyrir Evrópudómstólinn og nær engar líkur á hagfelldri niðurstöðu fyrir ríkið. Þeir sem halda því fram, að blóðmeraiðja sé hefðbundinn landbúnaður fara með rangt mál. Þessi starfsemi er 40 ára gömul, hún varðar ekki matvælaframleiðslu úr dýrum heldur hátækniiðnað byggðan á vísindalegum grunni hvar hormón er unnið úr blóði sem tekið er úr lifandi dýrum. Blóðtakan sjálf er inngrip í heilsu dýrsins og krefst staðdeyfingar. Til þess að falla undir gildissvið 460/2017 þarf starfsemin að uppfylla þessi þrjú skilyrði, að um lifandi dýr sé að ræða, að starfsemin falli utan hefðbundins landbúnaðar og sé af vísindalegum toga, og að hún valdi dýrunum svo miklum óþægindum að hún krefjist staðdeyfingar eða teljist inngrip í líf og heilsu dýrsins. Blóðmerastarfsemin uppfyllir þessi skilyrði og þess vegna fellur hún undir skilyrði reglugerðar 460/2017. Hið opinbera hefur einmitt verið þeirrar skoðunar frá árinu 2002 að starfsemin sé ekki hefðbundinn landbúnaður, með því einmitt að fella starfsemina undir lög og reglur sem ná utan um sýsl með dýr í vísindalegum tilgangi. Það hefur því verið afstaða ríkisins í rúm 20 ár að ekki sé um að ræða hefðbundinn landbúnað. Ef einstakir þingmenn finna hjá sér hvöt til að gera ráðherra eða embættismenn að einhverjum andstæðingum bænda, eru þeir á villigötum. Vilji þingmenn þjóna umbjóðendum sínum heima í héraði væri nær að þeir áttuðu sig á veruleika málsins og hjálpuðu þeim til farsældar í breyttum aðstæðum. Höfundur er stjórnarmaður í SDÍ (Samtökum um velferð dýra). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa verið nokkur skoðanaskipti um blóðtöku úr íslenskum hryssum og þær reglur sem sú iðja fellur undir. Af þeim sökum er rétt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Lögin sem ná yfir blóðmerahald eru m.a. lög um velferð dýra nr. 55/2013 nánar tiltekið 20.gr. og til ítar þeim lögum hefur gilt reglugerð 460/2017 sem er innleiðing EES tilskipunar 2010/63. ESA eftirlitstofnun með EES samningnum gaf út álit sitt á blóðmerahaldi og reglum þar að lútandi, vorið 2023 eftir um árs málsmeðferð. Álit ESA er ítarlegt og styðst við reglugerðina sjálfa, greinargerð sem fylgir með henni um tilgang hennar, og önnur ítargögn til lögskýringar. Staðreyndir málsins eru þær að reglurnar sem finna má í 460/2017 hafa verið gild lög á Íslandi frá 2017 og ganga framar landslögum eins og aðrar reglur EES. Þegar spurt er hvers vegna reglugerð 900/2022, sem var grundvöllur leyfisveitingar til blóðmeraiðju, var felld úr gildi og blóðmeraðiðjan felld undir “nýja” reglugerð, er svarið því það að rg. 900/2022 var í trássi við 3. gr. EES samningsins. Með öðrum orðum, blóðmeraiðjan hefur heyrt undir gildandi lög í landinu sem ekki var farið eftir, frá 2017. Ástæðan fyrir því að ekki var farið eftir þessum lögum, var sú að hið opinbera vildi hlífa blóðmerastarfsemi við hinum ströngu skilyrðum sem felast í 460/2017. Það er því fjarri öllu sanni að ríkið, ráðherra eða embættismenn séu að “slá heila atvinnugrein út af borðinu” eins og einstakir þingmenn hafa haldið fram. Eftir gaumgæfilega skoðun ríkisins á áliti ESA var niðurstaðan sú að röksemdir ESA væru það sterkar að ekki myndi borga sig að andæfa frekar. Það er enda skoðun þeirra sem hafa lesið álit ESA og sett sig inn í röksemdafærslu þess. Hefði ríkið þverskallast við áliti ESA eru allar líkur á því að ríkinu hefði verið stefnt fyrir Evrópudómstólinn og nær engar líkur á hagfelldri niðurstöðu fyrir ríkið. Þeir sem halda því fram, að blóðmeraiðja sé hefðbundinn landbúnaður fara með rangt mál. Þessi starfsemi er 40 ára gömul, hún varðar ekki matvælaframleiðslu úr dýrum heldur hátækniiðnað byggðan á vísindalegum grunni hvar hormón er unnið úr blóði sem tekið er úr lifandi dýrum. Blóðtakan sjálf er inngrip í heilsu dýrsins og krefst staðdeyfingar. Til þess að falla undir gildissvið 460/2017 þarf starfsemin að uppfylla þessi þrjú skilyrði, að um lifandi dýr sé að ræða, að starfsemin falli utan hefðbundins landbúnaðar og sé af vísindalegum toga, og að hún valdi dýrunum svo miklum óþægindum að hún krefjist staðdeyfingar eða teljist inngrip í líf og heilsu dýrsins. Blóðmerastarfsemin uppfyllir þessi skilyrði og þess vegna fellur hún undir skilyrði reglugerðar 460/2017. Hið opinbera hefur einmitt verið þeirrar skoðunar frá árinu 2002 að starfsemin sé ekki hefðbundinn landbúnaður, með því einmitt að fella starfsemina undir lög og reglur sem ná utan um sýsl með dýr í vísindalegum tilgangi. Það hefur því verið afstaða ríkisins í rúm 20 ár að ekki sé um að ræða hefðbundinn landbúnað. Ef einstakir þingmenn finna hjá sér hvöt til að gera ráðherra eða embættismenn að einhverjum andstæðingum bænda, eru þeir á villigötum. Vilji þingmenn þjóna umbjóðendum sínum heima í héraði væri nær að þeir áttuðu sig á veruleika málsins og hjálpuðu þeim til farsældar í breyttum aðstæðum. Höfundur er stjórnarmaður í SDÍ (Samtökum um velferð dýra).
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun