Innlent

Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráð­herra­stól

Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Bene­dikts­son taki að sér annan ráð­herra­stól. Hann segist virða á­kvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjár­mála­ráð­herra.

Í morgun var greint frá því að þing­flokkar ríkis­stjórnar­flokkanna þriggja, Fram­sóknar, Sjálf­stæðis­flokksins og Vinstri grænna, ætluðu að funda sam­eigin­lega á Þing­völlum í dag.

„Þetta var bara skýr niður­staða hans og á­kvörðun og ég virði hana auð­vitað full­kom­lega, að axla þessa á­byrgð með skýrum hætti,“ segir Sigurður Ingi í sam­tali við frétta­stofu um á­kvörðun Bjarna.

Býstu við að hann taki að sér annan ráð­herra­stól?

„Eins og komið hefur fram bæði hjá honum og okkur þá erum við bara að skoða þessa hluti. Það er allt opið og já já það kemur vel til greina.“

Verða miklar hrókeringar í ríkis­stjórninni?

„Við erum náttúru­lega bara að ræða á­kveðna hluti. Hvernig við tökumst á við þá stað­reynd sem við þekkjum, þar sem fjár­mála­ráð­herra hefur sagt af sér sem fjár­mála­ráð­herra og vinnum bara úr því.“

Sigurður Ingi segir þing­menn stjórnar­flokkana ein­fald­lega vera í vinnunni í dag. Fundurinn á Þing­völlum hafi verið löngu fyrir­hugaður. Ríkis­ráðs­fundur verður á morgun klukkan 14:00.

Megum við vænta tíðinda á þeim fundi?

„Er ekki gott að bíða eftir því?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×