Boða til blaðamannafundar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. október 2023 13:11 Forrystumenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ekki fylgja nánari upplýsingar tilkynningunni en ljóst er að tilefnið er ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér embætti fjármála-og efnahagsráðherra. Halda spilunum þétt að sér Eins og fram hefur komið funda þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja á Þingvöllum í dag. Forystumenn flokkanna hafa sagt að um sé að ræða vinnufund sem ekki tengist ákvörðun Bjarna. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í morgun við fréttastofu að vel komi til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, vildi ekki gefa upp í dag hvort ákvarðanir hafi verið teknar um hrókeringar í ríkisstjórn. Hún segir að slíkt verði kynnt á morgun. Telur þú og er það ljóst á þessu stigi að Bjarni Benediktsson fari í ráðherrastól? „Þetta eins og ég segi kemur allt í ljós á morgun á ríkisráðsfundi. Þessi ríkisstjórnarfundur snerist nú um ýmis önnur mál, þannig að við vorum ekki að ræða þau hér.“ Formlega hefur verið boðað til ríkisráðsfundar á morgun. Hann fer fram á Bessastöðum klukkan 14:00 og má gera ráð fyrir því að nýr fjármála-og efnahagsráðherra verði þar mættur. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Þingmennirnir mættir til Þingvalla Stjórnarþingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir til Þingvalla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnufund. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráðherraskipti verði ekki rædd þar. 13. október 2023 11:14 Boða formlega til ríkisráðsfundar Forseti Íslands hefur boðað formlega til ríkisráðsfundar, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 14 á morgun. 13. október 2023 10:54 Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. 13. október 2023 10:19 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ekki fylgja nánari upplýsingar tilkynningunni en ljóst er að tilefnið er ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér embætti fjármála-og efnahagsráðherra. Halda spilunum þétt að sér Eins og fram hefur komið funda þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja á Þingvöllum í dag. Forystumenn flokkanna hafa sagt að um sé að ræða vinnufund sem ekki tengist ákvörðun Bjarna. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í morgun við fréttastofu að vel komi til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, vildi ekki gefa upp í dag hvort ákvarðanir hafi verið teknar um hrókeringar í ríkisstjórn. Hún segir að slíkt verði kynnt á morgun. Telur þú og er það ljóst á þessu stigi að Bjarni Benediktsson fari í ráðherrastól? „Þetta eins og ég segi kemur allt í ljós á morgun á ríkisráðsfundi. Þessi ríkisstjórnarfundur snerist nú um ýmis önnur mál, þannig að við vorum ekki að ræða þau hér.“ Formlega hefur verið boðað til ríkisráðsfundar á morgun. Hann fer fram á Bessastöðum klukkan 14:00 og má gera ráð fyrir því að nýr fjármála-og efnahagsráðherra verði þar mættur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Þingmennirnir mættir til Þingvalla Stjórnarþingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir til Þingvalla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnufund. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráðherraskipti verði ekki rædd þar. 13. október 2023 11:14 Boða formlega til ríkisráðsfundar Forseti Íslands hefur boðað formlega til ríkisráðsfundar, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 14 á morgun. 13. október 2023 10:54 Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. 13. október 2023 10:19 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þingmennirnir mættir til Þingvalla Stjórnarþingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir til Þingvalla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnufund. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráðherraskipti verði ekki rædd þar. 13. október 2023 11:14
Boða formlega til ríkisráðsfundar Forseti Íslands hefur boðað formlega til ríkisráðsfundar, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 14 á morgun. 13. október 2023 10:54
Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. 13. október 2023 10:19