Microsoft fær loksins að kaupa Activision Blizzard Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. október 2023 13:40 Um er að ræða stærsta samrunann í sögu tölvuleikjabransans. Jaap Arriens/NurPhoto/Getty Images Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hefur fest kaup á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Um er að ræða stærstu kaupin í sögu leikjabransans. Hingað til höfðu ýmis ljón staðið í vegi Microsoft vegna kaupanna. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Samkeppniseftirlit í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Evrópusambandsinu höfðu hins vegar sínar athugasemdir við fyrirhuguð kaup. Sögðu forsvarsmenn þeirra að staða Microsoft yrði of sterk á leikjamarkaði að kaupunum loknum. Sú afstaða í Bandaríkjunum og í ESB var hins vegar ekki talin standast lög. Activision Blizzard er eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims. Fyrirtæki framleiðir sívinsæla tölvuleiki líkt og skotleikina Call of Duty og fjölspilunarleikinn World of Warcraft, svo einhverjir séu nefndir. Hafa sankað að sér leikjafyrirtækjum Í umfjöllun AP fréttastofunnar um málið kemur fram að samkeppnisyfirvöld í Bretlandi hafi verið þau síðustu til að gefa sig vegna málsins. Rúmt ár er síðan að Microsoft og Activision Blizzard tilkynntu um fyrirhugaðan samruna. Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið Bungie, sem var hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsididan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds. Leikjavísir Bandaríkin Microsoft Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hingað til höfðu ýmis ljón staðið í vegi Microsoft vegna kaupanna. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Samkeppniseftirlit í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Evrópusambandsinu höfðu hins vegar sínar athugasemdir við fyrirhuguð kaup. Sögðu forsvarsmenn þeirra að staða Microsoft yrði of sterk á leikjamarkaði að kaupunum loknum. Sú afstaða í Bandaríkjunum og í ESB var hins vegar ekki talin standast lög. Activision Blizzard er eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims. Fyrirtæki framleiðir sívinsæla tölvuleiki líkt og skotleikina Call of Duty og fjölspilunarleikinn World of Warcraft, svo einhverjir séu nefndir. Hafa sankað að sér leikjafyrirtækjum Í umfjöllun AP fréttastofunnar um málið kemur fram að samkeppnisyfirvöld í Bretlandi hafi verið þau síðustu til að gefa sig vegna málsins. Rúmt ár er síðan að Microsoft og Activision Blizzard tilkynntu um fyrirhugaðan samruna. Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið Bungie, sem var hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsididan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds.
Leikjavísir Bandaríkin Microsoft Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira