Innlent

Grunaður um að höggva litla fingur manns með sveðju

Jón Þór Stefánsson skrifar
Héraðssaksóknari gaf út ákæruna á hendur manninum sem er grunaður um að hafa framið verknaðinn á heimili sínu í fyrra.
Héraðssaksóknari gaf út ákæruna á hendur manninum sem er grunaður um að hafa framið verknaðinn á heimili sínu í fyrra. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart öðrum manni sem á að hafa átt sér stað á heimili hans í nóvember í fyrra.

Maðurinn er ákærður fyrir að höggva framan af litla fingri manns með sveðju. Fram kemur að eins sentímetra stubbur af fingri mannsins hafi farið af, eða helmingur fjærkjúku hans.

Þá segir að það hafi verið gert með sveðju sem var 41,5 sentímetra löng.

Brotaþolinn krefst þess að honum verði greiddar tveggja milljóna króna miskabætur og málskostnað sinn.

Það er héraðssaksóknari sem gefur ákæruna út, en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×