Mikill meirihluti vill að Bjarni hætti í ríkisstjórn Árni Sæberg skrifar 13. október 2023 15:53 Bjarni Benediktsson þegar hann tilkynnti afsögn sína. Vísir/Vilhelm Ríflega sjötíu prósent svarenda nýrrar könnunar Maskínu vilja að Bjarni Benediktsson hætti alfarið í ríkisstjórn í stað þess að taka við öðru ráðuneyti. Maskína lagði tvær spurningar fyrir þjóðgátt Mastkínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu, í kjölfar afsagnar Bjarna Benediktssonar úr embætti fjármála- og efnahagsráðherra. Könnunin fór fram dagana 12. og 13. október og svarendur voru 916 talsins. Flestir sammála ákvörðuninni Fyrri spurningin var ert þú sammála eða ósammála ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra? 63,3 prósent sögðust mjög sammála ákvörðuninni, 16,8 prósent fremur sammála, 13,9 prósent tóku ekki afstöðu, 2,8 prósent sögðust fremur ósammála og 3,3 prósent mjög ósammála. Það gerir í heildina um 80 prósent sem eru sammála ákvörðun Bjarna og aðeins um sex prósent ósammála. Þrjú prósent vilja að Bjarni hætti við að hætta Hin spurningin var hvað af eftirfarandi vilt þú að Bjarni Benediktsson geri? 70,7 prósent sögðust vilja að Bjarni hætti sem ráðherra, þrettán prósent sögðust vilja að hann haldi áfram sem ráðherra en í öðru ráðuneyti og 2,8 sögðust vilja að hann dragi afsögn sína til baka og haldi áfram sem fjármála- efnahagsráðherra. 13,5 prósent sögðust enga skoðun á málinu hafa. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar. 13. október 2023 13:11 Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. 13. október 2023 10:19 Eiga ekki von á að ráðherramálin verði rædd Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd. 13. október 2023 09:19 Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Katrín segir hugsanlegt að Bjarni taki annað ráðuneyti Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti. 10. október 2023 17:15 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Maskína lagði tvær spurningar fyrir þjóðgátt Mastkínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu, í kjölfar afsagnar Bjarna Benediktssonar úr embætti fjármála- og efnahagsráðherra. Könnunin fór fram dagana 12. og 13. október og svarendur voru 916 talsins. Flestir sammála ákvörðuninni Fyrri spurningin var ert þú sammála eða ósammála ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra? 63,3 prósent sögðust mjög sammála ákvörðuninni, 16,8 prósent fremur sammála, 13,9 prósent tóku ekki afstöðu, 2,8 prósent sögðust fremur ósammála og 3,3 prósent mjög ósammála. Það gerir í heildina um 80 prósent sem eru sammála ákvörðun Bjarna og aðeins um sex prósent ósammála. Þrjú prósent vilja að Bjarni hætti við að hætta Hin spurningin var hvað af eftirfarandi vilt þú að Bjarni Benediktsson geri? 70,7 prósent sögðust vilja að Bjarni hætti sem ráðherra, þrettán prósent sögðust vilja að hann haldi áfram sem ráðherra en í öðru ráðuneyti og 2,8 sögðust vilja að hann dragi afsögn sína til baka og haldi áfram sem fjármála- efnahagsráðherra. 13,5 prósent sögðust enga skoðun á málinu hafa.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar. 13. október 2023 13:11 Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. 13. október 2023 10:19 Eiga ekki von á að ráðherramálin verði rædd Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd. 13. október 2023 09:19 Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Katrín segir hugsanlegt að Bjarni taki annað ráðuneyti Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti. 10. október 2023 17:15 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Boða til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar. 13. október 2023 13:11
Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. 13. október 2023 10:19
Eiga ekki von á að ráðherramálin verði rædd Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd. 13. október 2023 09:19
Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26
Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44
Katrín segir hugsanlegt að Bjarni taki annað ráðuneyti Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti. 10. október 2023 17:15