Handbolti

Ótrúlegar endasprettur Víkings | Stórsigur Hauka fyrir norðan

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Víkingar brunuðu fram úr Gróttu undir lokin
Víkingar brunuðu fram úr Gróttu undir lokin VÍKINGUR

Sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta lauk með þremur leikjum í kvöld. Hinum þremur viðureignunum var flýtt vegna þátttöku Aftureldingar, FH, ÍBV og Vals í Evrópubikarkeppninni um helgina. 

Selfyssingar komust nálægt því að stela stigi úr viðureign sinni gegn Fram. Fimm mörkum munaði milli liðanna þegar flautað var til hálfleiks og svoleiðis hélst það lengi vel en þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir fór Selfoss á stórkostlega skothrinu og jafnaði leikinn 26-26. Fram hafði þá ekki skorað í rúmlega sjö mínútur, en tókst svo að gera það í tvígang, Selfyssingar klóruðu í bakkann með marki undir lokin en það dugði ekki til. 

Haukar unnu stórt fyrir norðan gegn KA, sigurinn var raunar aldrei í hættu en eftir fyrsta hálfleikinn voru Haukarnir 13 mörkum yfir. Guðmundur Bragi Ástþórsson fór mikinn í liði Hauka, með 10 mörk úr 12 skotum. Liðin sátu jöfn að stigum fyrir þennan leik en með sigrinum fara Haukar upp í 4. sæti deildarinnar.

Víkingar áttu ótrúlegan endasprett gegn Gróttu, leikurinn stóð jafn þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en skyndilega kviknaði í heimaliðinu, þeir brunuðu fram úr gestunum og unnu að endingu sex marka sigur. 

Úrslit kvöldsins úr Olís deild karla: 

Selfoss - Fram 27-28

KA - Haukar 21-36

Víkingur - Grótta 30-24




Fleiri fréttir

Sjá meira


×