Bjarni verður utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2023 11:23 Bjarni Benediktsson tekur við embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi í dag. Hann og Katrín munu því halda áfram að vinna saman í ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson verður nýr utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Leiðtogar stjórnarflokkanna segja ríkisstjórnina standa styrka og samhenta og þau vilji klára kjörtímabilið saman. Það er nú hálfnað. Bjarni Benediktsson tekur við embætti utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir við embætti fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi fyrir stuttu. Þar tilkynntu leiðtogar stjórnarflokkanna um þessar breytingar á ríkisstjórninni. Þau halda næst á ríkisráðsfund á Bessastöðum þar sem skiptin fara formlega fram. Katrín Jakobsdóttir, hóf fundinn, og sagði ástæðu þess að fundurinn væri haldinn að hús íslenskunnar, Edda, væri eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórnin hefði sett af stað. Katrín virtist nokkuð sátt á fundinum. Vísir/Vilhelm Katrín sagði mikið hafa gengið á síðustu vikur og afsögn Bjarna væri ekki eina málið sem þyrfti að ræða. Katrín sagði ríkisstjórnina þó enn standa styrkum fótum. Það hefði mikið gengið á í tíð hennar eins og heimsfaraldur og svo alvarlega staða í alþjóðamálum. Hún sagði þjóðina enn takast á við hátt vaxtarstig og verðbólgu og að ríkisstjórnin hefði kynnt ýmsar aðgerðir til að bregðast við því. Sem eigi að styðja við peningastefnu Seðlabankans og að ákvörðun Seðlabankans að hækka ekki stýrivexti síðast staðfesti það að þeirra aðgerðir væru að virka. Settust niður eftir ákvörðun Bjarna Hún sagði mikið fram undan og að það væri mikilvægt að greiða fyrir góðum kjarasamningum á markaði en samningaviðræður fara fram í vetur. Það væri mikilvægt að beita helstu tilfærslukerfum og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Það eru stór verkefni fram undan og vegna tíðinda þriðjudagsins ákváðum við að setjast niður,“ sagði Katrín og þess vegna hafi leiðtogar þriggja flokkanna sest niður og talað saman. Þau væru í miðju kjörtímabili og vildu tala skýrt um það sem þau standa fyrir. Þau vilji ljúka þeim verkefnum sem þau eru byrjuð á og það verði til hagsbóta fyrir allt samfélagið. Sigurður Ingi sagði, eins og Bjarni og Katrín, að þau vilji klára kjörtímabilið. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við orðinu af Katrínu og sagði ríkisstjórnina enn mjög samhenta og að engin ástæða væri, í þeirra hug, en að klára þau verkefni sem þau byrjuðu á í upphafi kjörtímabilsins. Hann sagði þær áskoranir sem fram undan eru í samfélaginu þannig að það sé mikill vilji hjá þeim og öllum þingmönnum stjórnarflokkanna að halda þeim áfram og stjórnarsamstarfinu sem nú er. „Það væri ábyrgðarhluti að henda þeim í loftið núna, og það gerum við ekki,“ sagði Sigurður Ingi og að þeim hlakkaði til að klára kjörtímabilið saman. Bjarni tók að lokum við og sagði atburði vikunnar hafa gefið þeim tilefni til að ræða saman. Þau hafi skoðað rætur samstarfsins, þau væru ekki sammála, en ættu rætur í því að vilja brúa skoðanaágreining. Hann fór yfir efnahagsástandið og sagði að þótt svo að það væru ekki margir komnir í vanskil þá gæti það gerst. Það sé hægt að ná tökum á ástandinu en að það skipti öllu að það sé traust og samhent ríkisstjórn sem sé tilbúin í samtal sem skapi skjól fyrir viðkvæma hópa en styðji á sama tíma við peningastefnunefnd Seðlabankans. Ákvörðun sem var tekin til að skapa frið Hann sagði hvorki fyrirtækin eða heimilin geta búið við það vaxtarstig sem nú er og að það þurfi trausta ríkisstjórn til að takast á við þau verkefni sem fram undan eru. Hann fór yfir ákvörðun sína að láta af störfum sem ráðherra í vikunni. „Ég tók þessa ákvörðun fyrst og fremst til að skapa frið um verkefnin í ráðuneytinu,“ sagði Bjarni. Hann hefði viljað halda því áfram en það væri ekki hægt þegar álit umboðsmanns liggur fyrir. „Þó ég haldi ekki áfram í ráðuneytinu get ég verið rólegur því eftirmaður minn heldur þeim áfram,“ sagði Bjarni og að Þórdís Kolbrún tæki við embættinu. Hann sagðist hafa stigið af blaðamannafundi á þriðjudag með opinn hug en að það hafi ekkert annað komið til greina fyrir formann Sjálfstæðisflokksins en að halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann muni gera það í utanríkisráðuneytinu. Bjarni sagði að sér liði nú betur en um nokkurt skeið og væri sannfærður í hjarta sínu að þau geti náð árangri fyrir þjóðina. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni í dag og í beinni útsendingu á Vísi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Utanríkismál Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Bjarni Benediktsson tekur við embætti utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir við embætti fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi fyrir stuttu. Þar tilkynntu leiðtogar stjórnarflokkanna um þessar breytingar á ríkisstjórninni. Þau halda næst á ríkisráðsfund á Bessastöðum þar sem skiptin fara formlega fram. Katrín Jakobsdóttir, hóf fundinn, og sagði ástæðu þess að fundurinn væri haldinn að hús íslenskunnar, Edda, væri eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórnin hefði sett af stað. Katrín virtist nokkuð sátt á fundinum. Vísir/Vilhelm Katrín sagði mikið hafa gengið á síðustu vikur og afsögn Bjarna væri ekki eina málið sem þyrfti að ræða. Katrín sagði ríkisstjórnina þó enn standa styrkum fótum. Það hefði mikið gengið á í tíð hennar eins og heimsfaraldur og svo alvarlega staða í alþjóðamálum. Hún sagði þjóðina enn takast á við hátt vaxtarstig og verðbólgu og að ríkisstjórnin hefði kynnt ýmsar aðgerðir til að bregðast við því. Sem eigi að styðja við peningastefnu Seðlabankans og að ákvörðun Seðlabankans að hækka ekki stýrivexti síðast staðfesti það að þeirra aðgerðir væru að virka. Settust niður eftir ákvörðun Bjarna Hún sagði mikið fram undan og að það væri mikilvægt að greiða fyrir góðum kjarasamningum á markaði en samningaviðræður fara fram í vetur. Það væri mikilvægt að beita helstu tilfærslukerfum og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Það eru stór verkefni fram undan og vegna tíðinda þriðjudagsins ákváðum við að setjast niður,“ sagði Katrín og þess vegna hafi leiðtogar þriggja flokkanna sest niður og talað saman. Þau væru í miðju kjörtímabili og vildu tala skýrt um það sem þau standa fyrir. Þau vilji ljúka þeim verkefnum sem þau eru byrjuð á og það verði til hagsbóta fyrir allt samfélagið. Sigurður Ingi sagði, eins og Bjarni og Katrín, að þau vilji klára kjörtímabilið. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við orðinu af Katrínu og sagði ríkisstjórnina enn mjög samhenta og að engin ástæða væri, í þeirra hug, en að klára þau verkefni sem þau byrjuðu á í upphafi kjörtímabilsins. Hann sagði þær áskoranir sem fram undan eru í samfélaginu þannig að það sé mikill vilji hjá þeim og öllum þingmönnum stjórnarflokkanna að halda þeim áfram og stjórnarsamstarfinu sem nú er. „Það væri ábyrgðarhluti að henda þeim í loftið núna, og það gerum við ekki,“ sagði Sigurður Ingi og að þeim hlakkaði til að klára kjörtímabilið saman. Bjarni tók að lokum við og sagði atburði vikunnar hafa gefið þeim tilefni til að ræða saman. Þau hafi skoðað rætur samstarfsins, þau væru ekki sammála, en ættu rætur í því að vilja brúa skoðanaágreining. Hann fór yfir efnahagsástandið og sagði að þótt svo að það væru ekki margir komnir í vanskil þá gæti það gerst. Það sé hægt að ná tökum á ástandinu en að það skipti öllu að það sé traust og samhent ríkisstjórn sem sé tilbúin í samtal sem skapi skjól fyrir viðkvæma hópa en styðji á sama tíma við peningastefnunefnd Seðlabankans. Ákvörðun sem var tekin til að skapa frið Hann sagði hvorki fyrirtækin eða heimilin geta búið við það vaxtarstig sem nú er og að það þurfi trausta ríkisstjórn til að takast á við þau verkefni sem fram undan eru. Hann fór yfir ákvörðun sína að láta af störfum sem ráðherra í vikunni. „Ég tók þessa ákvörðun fyrst og fremst til að skapa frið um verkefnin í ráðuneytinu,“ sagði Bjarni. Hann hefði viljað halda því áfram en það væri ekki hægt þegar álit umboðsmanns liggur fyrir. „Þó ég haldi ekki áfram í ráðuneytinu get ég verið rólegur því eftirmaður minn heldur þeim áfram,“ sagði Bjarni og að Þórdís Kolbrún tæki við embættinu. Hann sagðist hafa stigið af blaðamannafundi á þriðjudag með opinn hug en að það hafi ekkert annað komið til greina fyrir formann Sjálfstæðisflokksins en að halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann muni gera það í utanríkisráðuneytinu. Bjarni sagði að sér liði nú betur en um nokkurt skeið og væri sannfærður í hjarta sínu að þau geti náð árangri fyrir þjóðina. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni í dag og í beinni útsendingu á Vísi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Utanríkismál Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira