Þetta er meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu. Þar segir að síðdegis verði hiti á bilinu 3 til 8 stig. Í kvöld mun síðan ganga í allhvassa norðaustanátt norðantil á Vestfjörðum.
Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu og dálítil él norðanlands á morgun, mánudag. Yfirleitt þurrt sunnan heiða. Hiti verður 0 til 8 stig, mildast syðst.
Þá er næsta lægð væntanleg á þriðjudag með stífri suðaustanátt og rigningu, einum á Suður-og Vesturlandi. Útlit er fyrir að það verði ráðandi veðurlag dagana á eftir.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag:
Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil, annars hægari vindur. Dálítil él um landið norðanvert, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Suðaustan 8-15 og rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Ákveðin suðaustanátt og dálítil væta, en þurrt norðanlands. Fremur hlýtt.
Á föstudag og laugardag:
Suðlæg átt, milt og rigning, einkum á Suður- og Suðausturlandi.