Kosningar í Póllandi: Tvísýnt hvernig fer Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2023 08:33 Donald Tusk er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Óvíst er hver mun geta myndað stjórn að kosningum loknum. EPA-EFE/ZBIGNIEW MEISSNER Kjördagur er runninn upp í Póllandi þar sem þingkosningar fara fram í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðartíma og verða þeir opnir þar til klukkan níu í kvöld. Samhliða ganga Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál. Miðað við skoðanakannanir er alls óvíst hver mun geta myndað stjórn að kosningunum loknum og eru allar líkur á að mynda þurfi samsteypustjórn. Eins og Vísir hefur greint frá er tvísýnt um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í kosningunum. Flokkurinn hefur verið við völd undanfarin tvö kjörtímabil, frá því árið 2015. Búist er við því að fimm flokkar muni ná inn á þing að þessu sinni. 29 milljónir pólskra ríkisborgara hafa kjörgengi. 460 þingmenn eru í neðri deild pólska þingsins og hundrað í efri deild. 31 þúsund kjörstaðir verða opnir í dag og verða útgönguspár gefnar út klukkan 21:00 í kvöld að pólskum tíma, eða klukkan 19:00 að íslenskum. Samhliða kosningunum hafa fjögur mál verið lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu af stjórnarflokknum Lög og réttlæti. Pólskir kjósendur verða spurðir um afstöðu sína til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamær landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Samsteypustjórn í kortunum Flokkarnir þrír sem væru skýrasti valkosturinn við Lög og réttlæti; Borgaravettvangur Donalds Tusk, fyrrverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Þriðja leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókratar, mælast saman með meira fylgi en miðað við dreifingu atkvæða stefnir í að þeir næðu ekki meirihluta á þingi. Fastlega er gert ráð fyrir að flokkar muni þurfa að mynda samsteypustjórn að kosningunum loknum með smærri flokkum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um kosningarnar. Lög og réttlæti mælist með á milli 31 til 36 prósenta fylgi en Borgaravettvangur hefur mælst með nokkrum prósentustigum minna. Donald Tusk, formaður Borgaravettvangsins, vill mynda ríkisstjórn með Þriðju leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókrötum á meðan talið er að það stefni í að Lög og réttlæti muni þurfa að reiða sig á stuðning flokka sem eru yst á hægri skala stjórnmálanna í Póllandi. Pólland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá er tvísýnt um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í kosningunum. Flokkurinn hefur verið við völd undanfarin tvö kjörtímabil, frá því árið 2015. Búist er við því að fimm flokkar muni ná inn á þing að þessu sinni. 29 milljónir pólskra ríkisborgara hafa kjörgengi. 460 þingmenn eru í neðri deild pólska þingsins og hundrað í efri deild. 31 þúsund kjörstaðir verða opnir í dag og verða útgönguspár gefnar út klukkan 21:00 í kvöld að pólskum tíma, eða klukkan 19:00 að íslenskum. Samhliða kosningunum hafa fjögur mál verið lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu af stjórnarflokknum Lög og réttlæti. Pólskir kjósendur verða spurðir um afstöðu sína til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamær landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Samsteypustjórn í kortunum Flokkarnir þrír sem væru skýrasti valkosturinn við Lög og réttlæti; Borgaravettvangur Donalds Tusk, fyrrverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Þriðja leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókratar, mælast saman með meira fylgi en miðað við dreifingu atkvæða stefnir í að þeir næðu ekki meirihluta á þingi. Fastlega er gert ráð fyrir að flokkar muni þurfa að mynda samsteypustjórn að kosningunum loknum með smærri flokkum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um kosningarnar. Lög og réttlæti mælist með á milli 31 til 36 prósenta fylgi en Borgaravettvangur hefur mælst með nokkrum prósentustigum minna. Donald Tusk, formaður Borgaravettvangsins, vill mynda ríkisstjórn með Þriðju leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókrötum á meðan talið er að það stefni í að Lög og réttlæti muni þurfa að reiða sig á stuðning flokka sem eru yst á hægri skala stjórnmálanna í Póllandi.
Pólland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira