Enski boltinn

Vilja aflétta banni á útsendingum

Dagur Lárusson skrifar
Nottingham Forest v Burnley FC - Premier League
Vísir/Getty

Forráðarmenn félaga í ensku úrvalsdeildinni eru sagðir vera í viðræðum við deildina til þess að aflétta banni á útsendingum á leikjum um miðjan dag í Bretlandi.

Það er fréttamiðilinn The Daily Mail sem greinir frá þessu en það eru aðallega Bandarískir eigendur líkt og Todd Boehly, eigandi Chelsea, sem eru að tala fyrir þessari afléttingu.

Bann við útsendingum um miðjan dag í Bretlandi hefur verið í gildi frá því enska úrvalsdeildin var stofnun og því hafa sjónvarpsstöðvar aðeins getað sýnt leiki sem byrja í hádeginu eða seinni partinn en nú er möguleiki á því að breyting verði á.

Í greininni er talað um það að fleiri og fleiri félög í deildinni séu hlynnt þessari afléttingu sem myndi þýða að allir leikir deildarinnar yrðu sýndir í sjónvarpinu eða 380 talsins í stað 200 sem er staðan núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×