Hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu á Seltjarnarnesi Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir skrifar 16. október 2023 14:31 Enn og aftur, er sprottin upp umræða um sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavíkurborg. Í þetta skiptið sprettur umræðan upp úr viðjum Vinstri grænna, en Líf Magneudóttir, oddviti þess flokks í borgarstjórn, leggur til á fundi borgarstjórnar á morgun að farið verði í sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Hún leggur til að þessum sveitarfélögum verði „boðið“ til viðræðna um „kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ eins og það er orðað í tillögunni. Nú sem fyrr get ég ekki orða bundist, enda hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavík í bæjarfélaginu. Tillaga sem sætir mikilli furðu Tillögugerð þessi sætir því mikilli furðu meðal bæjarbúa, enda hafa Seltirningar almennt ekki orðið varir við neina umræðu í bæjarfélaginu um sameiningu síðan fv. borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, kvaðst mjög efins um að Seltjarnarnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag á íbúasíðu Seltirninga. Þá er það í hæsta máta óeðlilegt að Seltirningum sé „boðið“ til viðræðna en ekki öfugt, enda á frumkvæði í sameiningarmálum miklu fremur að koma frá íbúunum sjálfum eða bæjaryfirvöldum á viðkomandi stað. Þetta á borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem gerir mikið úr lýðræðisvitund, að þekkja. Þess vegna spyr ég mig: Hvað vakir eiginlega fyrir borgarfulltrúanum, Líf Magneudóttur? Háværar raddir um að slíta sig frá Reykjavík Rétt er að minna Seltirninga á þá sorgarsögu sem átti sér stað þegar Reykjavíkurborg ginnti Kjalnesinga til sameiningarviðræðna með fögrum loforðum um bætta þjónustu og Sundabraut. Síðan þá eru liðin 25 ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim fagurgalaloforðum sem þá voru gefin. Raunar hefur Líf látið að því liggja að Sundabrautin sé óþörf með tilkomu borgarlínu. Hins vegar hafa skotið upp kollinum, öðru hvoru, háværar raddir meðal íbúa á Kjalarnesi um að slíta sig frá Reykjavík. Það segir e.t.v. ýmislegt um ágæti þessarar tillögu borgarfulltrúans. Oft á tíðum er því haldið fram að stærðarhagkvæmni skipti máli. Í mörgum tilfellum er það reyndar svo að hægt er að ná fram slíkri hagkvæmni í krafti stærðar, en Reykjavíkurborg hefur því miður ekki nýtt sér þann kost sem varpar ljósi á vondan rekstur borgarinnar. Áður en borgarfulltrúar, annarra sveitarfélaga, fara að ásælast önnur sveitarfélög, ættu þeir kannski að svara þeirri spurningu hvers vegna sé dýrara að hirða sorp í Reykjavík en í mörgum öðrum minni sveitarfélögum? Sturtaði niður sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa Það er heldur ekki traustvekjandi, að sá aðili sem er upphafsmaður af þessari málaleitan, skuli vera Líf Magneudóttir, fv. stjórnarformaður SORPU, sem á síðasta kjörtímabili, sturtaði niður, sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa með glórulausu fjármálaaustri í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU. Og lætur svo eins og ekkert sé. Þá er rétt að geta þess að Reykjavíkurborg hefur gert allt sem í hennar valdi stendur í að þrengja að umferðaræðum Seltirninga sem liggja að Reykjavík. Þetta hefur komið niður á viðbragðstíma sjúkra- og slökkviliðs, sem er mikið áhyggjuefni meðal íbúa svæðisins. Þá hefur þetta lengt ferðatíma íbúana svo um munar. Þetta gerir borgin þrátt fyrir að lög kveði á um að greiðfært skuli vera á milli sveitarfélaga. Borgarfulltrúi fer erindisleysu Líf segir það lykilatriðið að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust. Hér er ekki um neina fordóma að ræða, heldur blákaldar staðreyndir sem því miður koma niður á íbúum Seltjarnarnesbæjar. Það segir sig því sjálft að það er hvorki grundvöllur né vilji til sameiningar sveitarfélaganna. Því fer borgarfulltrúinn erindisleysu með þessari tillögu sinni. Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur, er sprottin upp umræða um sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavíkurborg. Í þetta skiptið sprettur umræðan upp úr viðjum Vinstri grænna, en Líf Magneudóttir, oddviti þess flokks í borgarstjórn, leggur til á fundi borgarstjórnar á morgun að farið verði í sameiningarviðræður við Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Hún leggur til að þessum sveitarfélögum verði „boðið“ til viðræðna um „kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ eins og það er orðað í tillögunni. Nú sem fyrr get ég ekki orða bundist, enda hvorki umræða né eftirspurn eftir sameiningu Seltjarnarnesbæjar við Reykjavík í bæjarfélaginu. Tillaga sem sætir mikilli furðu Tillögugerð þessi sætir því mikilli furðu meðal bæjarbúa, enda hafa Seltirningar almennt ekki orðið varir við neina umræðu í bæjarfélaginu um sameiningu síðan fv. borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, kvaðst mjög efins um að Seltjarnarnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag á íbúasíðu Seltirninga. Þá er það í hæsta máta óeðlilegt að Seltirningum sé „boðið“ til viðræðna en ekki öfugt, enda á frumkvæði í sameiningarmálum miklu fremur að koma frá íbúunum sjálfum eða bæjaryfirvöldum á viðkomandi stað. Þetta á borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem gerir mikið úr lýðræðisvitund, að þekkja. Þess vegna spyr ég mig: Hvað vakir eiginlega fyrir borgarfulltrúanum, Líf Magneudóttur? Háværar raddir um að slíta sig frá Reykjavík Rétt er að minna Seltirninga á þá sorgarsögu sem átti sér stað þegar Reykjavíkurborg ginnti Kjalnesinga til sameiningarviðræðna með fögrum loforðum um bætta þjónustu og Sundabraut. Síðan þá eru liðin 25 ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim fagurgalaloforðum sem þá voru gefin. Raunar hefur Líf látið að því liggja að Sundabrautin sé óþörf með tilkomu borgarlínu. Hins vegar hafa skotið upp kollinum, öðru hvoru, háværar raddir meðal íbúa á Kjalarnesi um að slíta sig frá Reykjavík. Það segir e.t.v. ýmislegt um ágæti þessarar tillögu borgarfulltrúans. Oft á tíðum er því haldið fram að stærðarhagkvæmni skipti máli. Í mörgum tilfellum er það reyndar svo að hægt er að ná fram slíkri hagkvæmni í krafti stærðar, en Reykjavíkurborg hefur því miður ekki nýtt sér þann kost sem varpar ljósi á vondan rekstur borgarinnar. Áður en borgarfulltrúar, annarra sveitarfélaga, fara að ásælast önnur sveitarfélög, ættu þeir kannski að svara þeirri spurningu hvers vegna sé dýrara að hirða sorp í Reykjavík en í mörgum öðrum minni sveitarfélögum? Sturtaði niður sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa Það er heldur ekki traustvekjandi, að sá aðili sem er upphafsmaður af þessari málaleitan, skuli vera Líf Magneudóttir, fv. stjórnarformaður SORPU, sem á síðasta kjörtímabili, sturtaði niður, sex milljörðum af skattfé höfuðborgarbúa með glórulausu fjármálaaustri í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU. Og lætur svo eins og ekkert sé. Þá er rétt að geta þess að Reykjavíkurborg hefur gert allt sem í hennar valdi stendur í að þrengja að umferðaræðum Seltirninga sem liggja að Reykjavík. Þetta hefur komið niður á viðbragðstíma sjúkra- og slökkviliðs, sem er mikið áhyggjuefni meðal íbúa svæðisins. Þá hefur þetta lengt ferðatíma íbúana svo um munar. Þetta gerir borgin þrátt fyrir að lög kveði á um að greiðfært skuli vera á milli sveitarfélaga. Borgarfulltrúi fer erindisleysu Líf segir það lykilatriðið að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust. Hér er ekki um neina fordóma að ræða, heldur blákaldar staðreyndir sem því miður koma niður á íbúum Seltjarnarnesbæjar. Það segir sig því sjálft að það er hvorki grundvöllur né vilji til sameiningar sveitarfélaganna. Því fer borgarfulltrúinn erindisleysu með þessari tillögu sinni. Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar