„Það er í lagi að líkami þinn beri sögu um barnsburð“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. október 2023 16:17 Erna Kristín er talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Ernuland Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og áhrifavaldur, hvetur konur sem eiga erfitt með að sætta sig við útlit líkamans eftir barnsburð til að bera sig ekki saman við kynsystur sínar heldur einblína á sjálfa sig. „Þessi póstur er fyrir allar þær sem eru að gera allt sem þær geta til þess að samþykkja breytinguna á líkamanum eftir það stóra kraftaverk sem það er að bera börn,“ skrifar Erna á Instagram. Erna er talskona fyrir jákvæða líkamsímynd og heldur úti Instagram reikningum Ernuland. Hún segir líkama hvers og eins einstakan og óraunhæft að bera sig saman við ferli annarra. Fyrir og eftir barnsburð. „Það er í lagi að líkami þinn beri sögu um barnsburð. Það er fallegt og eðlilegt. Það er í lagi að líkaminn hefur mögulega tekið á sig breytta mynd, varanlega mynd á þann hátt að allar breytingar eftir þessa eru í takt við þann líkama sem hefur borið barn,“ segir Erna. Hamingjan meira en útlit Að sögn Ernu er hún þakklát fyrir sinn sterka líkama þar sem hann hefur gengið í gegnum margt. „Ég þakka fyrir að hann stendur, sterkur og heill eftir þetta allt. Það er ekki sjálfgefið eftir áföll, erfiða tvíburameðgöngu, keisara og fleira að standa upprétt og sterkari en ég hef nokkurn tímann verið, þrátt fyrir kviðslit og gliðna magavöðva. Hann er sterkur því ég næri hann og elska. Það skiptir líka öllu máli.“ Erna segir líkama sinn ekki hafa skroppið saman, bounced back, og hún þurfi reglulega að minna sig á að fyrir og eftir myndir annarra kvenna við meðgöngu tengist ekki hennar líkamlega vegferð. Hamingja hennar felist ekki í því. „Ég mæli hamingjuna mína í augunum á börnunum mínum, svefni, þoli, styrk og ævintýrum með fjölskyldunni,“ segir Erna sem birti fallega mynd af sér og tvíburasonum hennar, sæl á svip. Erna á þrjú börn með eiginmanni sínum Bassa Ólafssyni. Fyrir á Bassi eina dóttur. Hjónin eru nýlega flutt til Danmerkur þar sem lífið virðist leika við þau. View this post on Instagram A post shared by Erna Kristín (@ernuland) View this post on Instagram A post shared by Erna Kristín (@ernuland) Fitufordómar geta leitt til mismununar Í viðtali við Evu Laufeyju Kjaran í Íslandi í dag árið 2021 segir hún frá því að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Erna gaf út bókina, Fullkomlega ófullkomin, árið 2018 sem fjallar um jákvæða sjálfsímynd ásamt reynslusögum kvenna. Tveimur árum síðar gaf hún út bókina, Ég vel mig, sem er tieinkuð ungmennum. Heilsa Barnalán Ástin og lífið Tengdar fréttir Erna Kristín og Bassi eignuðust tvíbura: „Ég sé tvöfalt“ Samfélagsmiðlastjarnan, guðfræðingurinn og rithöfundurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt undir nafninu Ernuland, hefur eignast tvíburadrengi með eiginmanni sínum, trommuleikaranum Bassa Ólafssyni. 27. apríl 2022 18:10 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Þessi póstur er fyrir allar þær sem eru að gera allt sem þær geta til þess að samþykkja breytinguna á líkamanum eftir það stóra kraftaverk sem það er að bera börn,“ skrifar Erna á Instagram. Erna er talskona fyrir jákvæða líkamsímynd og heldur úti Instagram reikningum Ernuland. Hún segir líkama hvers og eins einstakan og óraunhæft að bera sig saman við ferli annarra. Fyrir og eftir barnsburð. „Það er í lagi að líkami þinn beri sögu um barnsburð. Það er fallegt og eðlilegt. Það er í lagi að líkaminn hefur mögulega tekið á sig breytta mynd, varanlega mynd á þann hátt að allar breytingar eftir þessa eru í takt við þann líkama sem hefur borið barn,“ segir Erna. Hamingjan meira en útlit Að sögn Ernu er hún þakklát fyrir sinn sterka líkama þar sem hann hefur gengið í gegnum margt. „Ég þakka fyrir að hann stendur, sterkur og heill eftir þetta allt. Það er ekki sjálfgefið eftir áföll, erfiða tvíburameðgöngu, keisara og fleira að standa upprétt og sterkari en ég hef nokkurn tímann verið, þrátt fyrir kviðslit og gliðna magavöðva. Hann er sterkur því ég næri hann og elska. Það skiptir líka öllu máli.“ Erna segir líkama sinn ekki hafa skroppið saman, bounced back, og hún þurfi reglulega að minna sig á að fyrir og eftir myndir annarra kvenna við meðgöngu tengist ekki hennar líkamlega vegferð. Hamingja hennar felist ekki í því. „Ég mæli hamingjuna mína í augunum á börnunum mínum, svefni, þoli, styrk og ævintýrum með fjölskyldunni,“ segir Erna sem birti fallega mynd af sér og tvíburasonum hennar, sæl á svip. Erna á þrjú börn með eiginmanni sínum Bassa Ólafssyni. Fyrir á Bassi eina dóttur. Hjónin eru nýlega flutt til Danmerkur þar sem lífið virðist leika við þau. View this post on Instagram A post shared by Erna Kristín (@ernuland) View this post on Instagram A post shared by Erna Kristín (@ernuland) Fitufordómar geta leitt til mismununar Í viðtali við Evu Laufeyju Kjaran í Íslandi í dag árið 2021 segir hún frá því að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Erna gaf út bókina, Fullkomlega ófullkomin, árið 2018 sem fjallar um jákvæða sjálfsímynd ásamt reynslusögum kvenna. Tveimur árum síðar gaf hún út bókina, Ég vel mig, sem er tieinkuð ungmennum.
Heilsa Barnalán Ástin og lífið Tengdar fréttir Erna Kristín og Bassi eignuðust tvíbura: „Ég sé tvöfalt“ Samfélagsmiðlastjarnan, guðfræðingurinn og rithöfundurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt undir nafninu Ernuland, hefur eignast tvíburadrengi með eiginmanni sínum, trommuleikaranum Bassa Ólafssyni. 27. apríl 2022 18:10 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Erna Kristín og Bassi eignuðust tvíbura: „Ég sé tvöfalt“ Samfélagsmiðlastjarnan, guðfræðingurinn og rithöfundurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt undir nafninu Ernuland, hefur eignast tvíburadrengi með eiginmanni sínum, trommuleikaranum Bassa Ólafssyni. 27. apríl 2022 18:10