Væri til bóta að stjórnvöld taki upp tekjureglu þegar það „rignir inn krónum“
![Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festar, Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri, Finnbjörn A. Hermansson, forstjóri Alþýðusambands Íslands og Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks.](https://www.visir.is/i/CD557AF8A9A88C6F8E8BC1E2E66F3ADF442D5F836EFF5135821007306B68A3EF_713x0.jpg)
Varaseðlabankastjóri kallar eftir því að stjórnvöld bæti við sérstakri tekjureglu í lög um opinber fjármál. Ef það „rignir inn krónum“ í ríkiskassann, meira en gert var ráð fyrir, þarf að gæta þess að þeim verði ekki öllum varið í aukin útgjöld.