Lífið

Yfir­gefur Taylor Swift fyrir ísraelska herinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Taylor Swift hefur ferðast víða í sumar á Eras tónleikaferðalagi sínu.
Taylor Swift hefur ferðast víða í sumar á Eras tónleikaferðalagi sínu. EPA-EFE/SARAH YENESEL

Ísraelskur maður sem gætti banda­rísku tón­listar­konunnar Taylor Swift á tón­leikum hennar í sumar hefur yfir­gefið Banda­ríkin og haldið aftur til síns heima, þar sem hann hyggst ganga til liðs við ísraelska herinn.

Banda­ríski dægur­miðillinn Varie­ty greinir frá en í um­fjöllun miðilsins kemur fram að ekki sé ljóst hvort hann hafi gætt söng­konunnar í þetta eina skipti eða í fleiri. Hann hlaut heims­at­hygli í júlí síðast­liðnum. Þá fór mynd­band af honum við að gæta söng­konunnar á flug og var það í mikilli dreifingu, þar sem hann þótti taka starfi sínu mjög al­var­lega.

Varie­ty segir að maðurinn hafi óskað eftir nafn­leynd í um­fjöllun miðilsins. Þá hafi tals­menn söng­konunnar ekki veitt miðlinum kost á við­tali vegna málsins. Þess er getið í frétt miðilsins að hún hafi enn sem komið er ekki tjáð sig um stríðið fyrir botni Mið­jarðar­hafs.

Varie­ty segir að maðurinn sé ísraelskur að upp­runa en hafi búið undan­farin ár í Banda­ríkjunum. Haft er eftir honum að hann hafi verið í skýjunum með starf sitt hjá söng­konunni og lífið í Banda­ríkjunum. Hann hafi hins vegar ekki getað setið hjá eftir að hafa séð myndir og mynd­bönd frá árás Hamas liða í suður­hluta Ísrael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×