SVT segir frá því að Bohlin segi ekki ljóst hvað hafi valdið skemmdunum en þær virðast hafa orðið um svipað leyti og skemmdirnar sem urðu á Balticonnector-gasleiðslunni milli Finnlands og Eistlands fyrr í mánuðinum og á sæstreng, sem liggur samhliða leiðslunni.
Norrænir fjölmiðlar segja að staðurinn þar sem skemmdirnar urðu á sæstrengnum nú sé ekki að finna innan sænskrar lögsögu.
Tilkynnt var um lekann í Balticonnector-gasleiðslunni milli Finnlands og Eistlands þann 8. október. Var í kjölfarið leiðslunni lokað og er gert ráð fyrir að ekkert flæði verði um hana næstu mánuðina.
Finnsk yfivöld útiloka ekki að það séu aðilar á vegum ónefnds ríkis sem kunni að bera ábyrgð á mögulegum skemmdum.
Rúmst ár er nú síðan Nord Stream-gasleiðslurnar voru sprengdar í Eystrasalti.