Lífið

Brit­n­ey greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Britney Spears segir frá öllu í nýrri bók.
Britney Spears segir frá öllu í nýrri bók. Chris Weeks/WireImage/Getty

Banda­ríska tón­listar­konan Brit­n­ey Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. At­hæfið vakti heims­at­hygli en söng­konan segir nú í væntan­legri ævi­sögu sinni að það hafi verið sín við­brögð við ofsa­fengnum út­lits­kröfum.

Þar lýsir hún því hvernig hún hafi í­trekað verið dæmd eftir út­liti sínu frá því hún ólst upp. Fólk hafi verið ó­hrætt við að segja henni sínar skoðanir á líkama hennar. Brit­n­ey snoðaði sig skömmu eftir skilnað hennar við Kevin Federline, en hún var í­trekað til um­fjöllunar slúður­blaða á þessum tíma.

„Fólk sagði mér hvað þeim finndist um líkama minn allt frá því að ég var ung­lingur. Að snoða mig og að vera með stæla voru mín við­brögð við því,“ skrifar söng­konan í bókinni. Bókin ber heitið „The Woman in Me,“ en vef­miðillinn Peop­le hefur birt út­drátt úr bókinni.

Þar lýsir söng­konan því meðal annars að eftir að faðir hennar, Jamie Spears, tók við for­ræði yfir fjár­málum hennar, hafi hún misst allan á­kvörðunar­rétt yfir eigin lífi. Sér hafi verið sagt að dagar þar sem hún hefði snoðað sig og verið með stæla væru á enda.

„Ég átti að safna hári og komast aftur í form. Ég átti að fara snemma í rúmið og taka öll þau lyf sem þau sögðu mér að taka,“ segir söng­konan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.