Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Lovísa Arnardóttir skrifar 18. október 2023 09:04 Donald Tusk mun líklega leiða næstu ríkisstjórn Póllands. Vísir/EPA Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. Leiðtogi Borgaravettvangsins í Póllandi, Donald Tusk, hefur hvatt forseta landsins, Andrzej Duda, til þess að fresta því ekki of lengi að kalla þing saman. Kosningar fóru fram um helgina í Póllandi þar sem þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náðu að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum. Samkvæmt lögum hefur forseti landsins 30 daga til að kalla þing saman á ný í kjölfar kosninga. Eftir það verður að tilnefna einhvern í embætti forsætisráðherra sem hefur svo 14 daga til að tryggja sér meirihluta í atkvæðagreiðslu á þingi í embættið. Fjallað er um málið á vef CNN. Tusk, sem leiðtogi Borgaravettvangsins, er líklegastur til að ná þingmeirihluta með Nýja vinstrinu og Þriðju leiðinni en flokkarnir tveir hafa báðir gefið það út að þeir vilji mynda nýja ríkisstjórn með flokki Tusk. „Herra forseti, vinsamlegast taktu kröftuga og fljóta ákvörðun. Lýðræðislegu flokkarnir sem fóru með sigur af hólmi eru tilbúnar að takast á við þá ábyrgð að stjórna landinu. Fólkið bíður!“ sagði Tusk í yfirlýsingu til forsetans í gær. Búist er við því að ríkisstjórnarviðræður muni taka nokkurn tíma. Lög og réttlæti sem hefur leitt landið síðustu átta árin fékk flest atkvæði en missti þingmeirihluta og er því ekki líklegt að flokkurinn geti myndað ríkisstjórn. Leiðtogi flokksins og núverandi forsætisráðherra Mateusz Morawiecki hefur sagt að þau ætli að reyna það en möguleikar þeirra eru litlir á að ná því. Nýttu ríkisfjármuni og fjölmiðla með óeðlilegum hætti Tusk lofaði því í kosningabaráttunni að endurreisa lýðræðisleg norm í Póllandi og að auka á ný samvinnu við aðra evrópska leiðtoga. Í yfirlýsingu frá kosningaeftirliti ÖSE, sem fylgdist með kosningunum í Póllandi, segir að kosningarnar hafi verið háðar á ójöfnum velli. Lög og réttlæti hafi staðið betur að vígi en aðrir flokkar vegna óviðeigandi notkunar þeirra á bæði fjölmiðlum og ríkisfjármunum í kosningabaráttunni. Þar kom þó einnig fram að kosningaþátttaka hafi verið afar góð og að kjósendum hafi staðið margir valmöguleikar til boða í frjálsum og opnum kosningum. Áhrif á fjölmiðla og notkun á ríkisfjármunum hafi þó sett svartan blett á framkvæmdina. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Leiðtogi Borgaravettvangsins í Póllandi, Donald Tusk, hefur hvatt forseta landsins, Andrzej Duda, til þess að fresta því ekki of lengi að kalla þing saman. Kosningar fóru fram um helgina í Póllandi þar sem þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náðu að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum. Samkvæmt lögum hefur forseti landsins 30 daga til að kalla þing saman á ný í kjölfar kosninga. Eftir það verður að tilnefna einhvern í embætti forsætisráðherra sem hefur svo 14 daga til að tryggja sér meirihluta í atkvæðagreiðslu á þingi í embættið. Fjallað er um málið á vef CNN. Tusk, sem leiðtogi Borgaravettvangsins, er líklegastur til að ná þingmeirihluta með Nýja vinstrinu og Þriðju leiðinni en flokkarnir tveir hafa báðir gefið það út að þeir vilji mynda nýja ríkisstjórn með flokki Tusk. „Herra forseti, vinsamlegast taktu kröftuga og fljóta ákvörðun. Lýðræðislegu flokkarnir sem fóru með sigur af hólmi eru tilbúnar að takast á við þá ábyrgð að stjórna landinu. Fólkið bíður!“ sagði Tusk í yfirlýsingu til forsetans í gær. Búist er við því að ríkisstjórnarviðræður muni taka nokkurn tíma. Lög og réttlæti sem hefur leitt landið síðustu átta árin fékk flest atkvæði en missti þingmeirihluta og er því ekki líklegt að flokkurinn geti myndað ríkisstjórn. Leiðtogi flokksins og núverandi forsætisráðherra Mateusz Morawiecki hefur sagt að þau ætli að reyna það en möguleikar þeirra eru litlir á að ná því. Nýttu ríkisfjármuni og fjölmiðla með óeðlilegum hætti Tusk lofaði því í kosningabaráttunni að endurreisa lýðræðisleg norm í Póllandi og að auka á ný samvinnu við aðra evrópska leiðtoga. Í yfirlýsingu frá kosningaeftirliti ÖSE, sem fylgdist með kosningunum í Póllandi, segir að kosningarnar hafi verið háðar á ójöfnum velli. Lög og réttlæti hafi staðið betur að vígi en aðrir flokkar vegna óviðeigandi notkunar þeirra á bæði fjölmiðlum og ríkisfjármunum í kosningabaráttunni. Þar kom þó einnig fram að kosningaþátttaka hafi verið afar góð og að kjósendum hafi staðið margir valmöguleikar til boða í frjálsum og opnum kosningum. Áhrif á fjölmiðla og notkun á ríkisfjármunum hafi þó sett svartan blett á framkvæmdina.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09
Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26
Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18