Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2023 10:38 Elon Musk, eigandi X. AP/Michel Euler Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. Allir sem skrá sig á X og vilja geta tíst, eða exað, eins og það á að kallast, í þessum löndum munu þurfa að gefa upp símanúmer, kreditkort og aðrar upplýsingar en Elon Musk, eigandi X, hefur ítrekað haldið því fram að þetta sé besta leiðin til að berjast gegn áróðri og svokölluðu spammi. Sjá einnig: Fuglinn Larry látinn flakka fyrir X Þetta virðist bara eiga við þegar nýir notendur skrá sig inn í gegnum vafra, ekki í gegnum smáforrit X í símum og öðrum snjalltækjum, samkvæmt frétt The Verge. Enn verður hægt að búta til nýjan aðgang ókeypis, en ekki verður hægt að nota hann til að exa, endurexa, senda skilaboð eða líka við ex annarra. Musk ítrekaði í tísti í gær að þetta væri „eina leiðin til að berjast gegn bottum“ án þess að það kæmi niður á raunverulegum notendum og að þetta myndi gera það þúsund sinnum erfiðara að misnota samfélagsmiðilinn. Í yfirlýsingu sem birt var á vef X í gærkvöldi segir að ekki sé vonast til þess að fyrirtækið muni græða á Not A Bot. Starting today, we're testing a new program (Not A Bot) in New Zealand and the Philippines. New, unverified accounts will be required to sign up for a $1 annual subscription to be able to post & interact with other posts. Within this test, existing users are not affected.This — Support (@Support) October 17, 2023 Með yfirlýsingunni var X að staðfesta frétt Fortune. Í frétt Wall Street Journal er vístað til þess að Musk hafi haldið því fram að mikill árangur hafi náðst gegn bottum og áróðursherferðum á X. Sérfræðingar segja þó að ruslpóstar, spamm, áróður og upplýsingaóreiða sé enn til staðar á X og í miklu magni. Reyndi að koma undan kaupsamningi Twitter var stofnað árið 2006 og hafði notkun samfélagsmiðilsins verið ókeypis frá upphafi, þar til Elon Musk keypti hann. Eins og frægt er keypti Musk Twitter í fyrra á 44 milljarða dala en það samsvarar tæpum sex billjónum króna. Eftir að hann skrifaði undir kaupsamning reyndi Musk ítrekað að komast undan honum og sleppa við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter meðal annars um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á samfélagsmiðlinum. Við kaupin stigmögnuðust skuldir fyrirtækisins og vaxtagreiðslur hækkuðu til muna. Þá hefur Musk sagt upp meira en helmingi starfsmanna fyrirtækisins og hefur hann verið sakaður um að greiða ekki reikninga og leigu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hleypti Musk notendum sem höfðu verið bannaðir á X aftur þar inn en eftirlitsaðilar hafa varað við því að hatursorðræða hafi aukist verulega á samfélagsmiðlinum. Sjá einnig: Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Verulega hefur dregið úr auglýsingatekjum fyrirtækisins og hefur Musk reynt að laða þá aftur til X, en með takmörkuðum árangri. Einnig hefur verið dregið verulega úr aðgengi rannsakenda að gögnum X frá því Musk tók við stjórn fyrirtækisins. Sjá einnig: Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Musk hefur einnig látið færa ýmsa anga X sem hafa veri ókeypis í gegnum árin undir áskriftarþjónustu X. Þá sjá notendur ummæli áskrifenda ofar en svör þeirra sem ekki greiða fyrir áskrift. Twitter Samfélagsmiðlar Nýja-Sjáland Filippseyjar Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Allir sem skrá sig á X og vilja geta tíst, eða exað, eins og það á að kallast, í þessum löndum munu þurfa að gefa upp símanúmer, kreditkort og aðrar upplýsingar en Elon Musk, eigandi X, hefur ítrekað haldið því fram að þetta sé besta leiðin til að berjast gegn áróðri og svokölluðu spammi. Sjá einnig: Fuglinn Larry látinn flakka fyrir X Þetta virðist bara eiga við þegar nýir notendur skrá sig inn í gegnum vafra, ekki í gegnum smáforrit X í símum og öðrum snjalltækjum, samkvæmt frétt The Verge. Enn verður hægt að búta til nýjan aðgang ókeypis, en ekki verður hægt að nota hann til að exa, endurexa, senda skilaboð eða líka við ex annarra. Musk ítrekaði í tísti í gær að þetta væri „eina leiðin til að berjast gegn bottum“ án þess að það kæmi niður á raunverulegum notendum og að þetta myndi gera það þúsund sinnum erfiðara að misnota samfélagsmiðilinn. Í yfirlýsingu sem birt var á vef X í gærkvöldi segir að ekki sé vonast til þess að fyrirtækið muni græða á Not A Bot. Starting today, we're testing a new program (Not A Bot) in New Zealand and the Philippines. New, unverified accounts will be required to sign up for a $1 annual subscription to be able to post & interact with other posts. Within this test, existing users are not affected.This — Support (@Support) October 17, 2023 Með yfirlýsingunni var X að staðfesta frétt Fortune. Í frétt Wall Street Journal er vístað til þess að Musk hafi haldið því fram að mikill árangur hafi náðst gegn bottum og áróðursherferðum á X. Sérfræðingar segja þó að ruslpóstar, spamm, áróður og upplýsingaóreiða sé enn til staðar á X og í miklu magni. Reyndi að koma undan kaupsamningi Twitter var stofnað árið 2006 og hafði notkun samfélagsmiðilsins verið ókeypis frá upphafi, þar til Elon Musk keypti hann. Eins og frægt er keypti Musk Twitter í fyrra á 44 milljarða dala en það samsvarar tæpum sex billjónum króna. Eftir að hann skrifaði undir kaupsamning reyndi Musk ítrekað að komast undan honum og sleppa við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter meðal annars um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á samfélagsmiðlinum. Við kaupin stigmögnuðust skuldir fyrirtækisins og vaxtagreiðslur hækkuðu til muna. Þá hefur Musk sagt upp meira en helmingi starfsmanna fyrirtækisins og hefur hann verið sakaður um að greiða ekki reikninga og leigu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hleypti Musk notendum sem höfðu verið bannaðir á X aftur þar inn en eftirlitsaðilar hafa varað við því að hatursorðræða hafi aukist verulega á samfélagsmiðlinum. Sjá einnig: Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Verulega hefur dregið úr auglýsingatekjum fyrirtækisins og hefur Musk reynt að laða þá aftur til X, en með takmörkuðum árangri. Einnig hefur verið dregið verulega úr aðgengi rannsakenda að gögnum X frá því Musk tók við stjórn fyrirtækisins. Sjá einnig: Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Musk hefur einnig látið færa ýmsa anga X sem hafa veri ókeypis í gegnum árin undir áskriftarþjónustu X. Þá sjá notendur ummæli áskrifenda ofar en svör þeirra sem ekki greiða fyrir áskrift.
Twitter Samfélagsmiðlar Nýja-Sjáland Filippseyjar Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira