Hákarlinn kom alltaf nær og nær Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 13:23 Skarphéðni, Unni systur hans og Birni kærastanum hennar, var eðlilega nokkuð brugðið þegar hákarlinn tók beygjuna með bátnum. „Við bjuggumst alveg við því að sjá hvali, enda mikið af þeim þarna fyrr um daginn og meira að segja höfrungar, en við bjuggumst ekki við því að sjá hákarl,“ segir Skarphéðinn Snorrason sem var ásamt systur sinni, kærasta hennar og hundi á bát í Steingrímsfirði þegar þau tóku eftir ugga hákarls sem veitti bátnum eftirför. Skarphéðinn birti myndband af eftirförinni á samfélagsmiðlum fyrir þremur dögum síðar. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og 40 þúsund manns barið það augum. Þar má sjá hve gríðarlega stór hákarlinn er. Allar líkur eru á að um beinhákarl sé að ræða, sem er sá stærsti við Íslandsstrendur. Myndbandið var tekið í ágúst í fyrra en Skarphéðinn birti það á netinu fyrir þremur dögum. Horfa má á það neðst í fréttinni. Skarphéðinn var á ferð með Unni systur sinni, Birni Rúnarssyni kærasta hennar og hundinum Spora. Fjölskyldan á bústað á Drangsnesi og eru þau því alvön að fara út á fjörðinn. Skarphéðinn á bátnum ásamt hundinum Spora. Ákváðu að sleppa vestum þennan daginn „Það var mjög mikið líf í firðinum þennan daginn. Við sáum mikið af höfrungum, hnúfubökum og hrefnum. Um kvöldið var mjög stillt veður og við ákváðum að skjótast aðeins út á bátnum og ætluðum að róa bara stutt með fjörunni inn fjörðinn og ákváðum að sleppa vestum í þetta skiptið,“ segir Skarphéðinn. „En þegar við vorum komin svolítið áleiðis sáum við eitthvað drasl fljóta svolítið út frá fjörunni sem greip athygli okkar og við ákváðum að kíkja á það. Áður en við vissum af vorum við komin nokkur hundruð metra frá landi en þá einmitt birtist þessi stærðar skepna fyrir aftan bátinn. Ég heyrði bara vatnsnið fyrir aftan bátinn og lít þá yfir öxlina á Birni og sé þá þennan stærðar ugga standa upp úr vatninu og stefnir beint á okkur. Ég hugsaði strax með mér að við værum komin alltof langt frá landi og það án vesta.“ Hélt þetta væri háhyrningur „Í fyrstu hélt ég að þetta væri háhyrningur en hann blés ekkert og hreyfingin var ekki upp og niður heldur til hliðanna. Þannig mig grunaði að þetta væri beinhákarl og vissi að þeir væru meinlausir en það var samt óþægileg tilhugsun um að hann færi utan í bátinn,“ segir Skarphéðinn. „Ég tók beygjuna aftur í land og hann elti, svo prufaði ég að hætta að róa. Þá synti hann framhjá og hvarf. Við héldum áfram í land og örfáum mínútum seinna voru hnúfubakar komnir á sama svæði. Það er upplifun að sjá þá en þetta var töluvert öðruvísi,“ segir Skarphéðinn sem bætir því við að þau hafi haldið um stund að um væri að ræða tvo hákarla svo stór var hann. Það hafi reynst verið sporður dýrsins. Dýr Tengdar fréttir Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira
Skarphéðinn birti myndband af eftirförinni á samfélagsmiðlum fyrir þremur dögum síðar. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og 40 þúsund manns barið það augum. Þar má sjá hve gríðarlega stór hákarlinn er. Allar líkur eru á að um beinhákarl sé að ræða, sem er sá stærsti við Íslandsstrendur. Myndbandið var tekið í ágúst í fyrra en Skarphéðinn birti það á netinu fyrir þremur dögum. Horfa má á það neðst í fréttinni. Skarphéðinn var á ferð með Unni systur sinni, Birni Rúnarssyni kærasta hennar og hundinum Spora. Fjölskyldan á bústað á Drangsnesi og eru þau því alvön að fara út á fjörðinn. Skarphéðinn á bátnum ásamt hundinum Spora. Ákváðu að sleppa vestum þennan daginn „Það var mjög mikið líf í firðinum þennan daginn. Við sáum mikið af höfrungum, hnúfubökum og hrefnum. Um kvöldið var mjög stillt veður og við ákváðum að skjótast aðeins út á bátnum og ætluðum að róa bara stutt með fjörunni inn fjörðinn og ákváðum að sleppa vestum í þetta skiptið,“ segir Skarphéðinn. „En þegar við vorum komin svolítið áleiðis sáum við eitthvað drasl fljóta svolítið út frá fjörunni sem greip athygli okkar og við ákváðum að kíkja á það. Áður en við vissum af vorum við komin nokkur hundruð metra frá landi en þá einmitt birtist þessi stærðar skepna fyrir aftan bátinn. Ég heyrði bara vatnsnið fyrir aftan bátinn og lít þá yfir öxlina á Birni og sé þá þennan stærðar ugga standa upp úr vatninu og stefnir beint á okkur. Ég hugsaði strax með mér að við værum komin alltof langt frá landi og það án vesta.“ Hélt þetta væri háhyrningur „Í fyrstu hélt ég að þetta væri háhyrningur en hann blés ekkert og hreyfingin var ekki upp og niður heldur til hliðanna. Þannig mig grunaði að þetta væri beinhákarl og vissi að þeir væru meinlausir en það var samt óþægileg tilhugsun um að hann færi utan í bátinn,“ segir Skarphéðinn. „Ég tók beygjuna aftur í land og hann elti, svo prufaði ég að hætta að róa. Þá synti hann framhjá og hvarf. Við héldum áfram í land og örfáum mínútum seinna voru hnúfubakar komnir á sama svæði. Það er upplifun að sjá þá en þetta var töluvert öðruvísi,“ segir Skarphéðinn sem bætir því við að þau hafi haldið um stund að um væri að ræða tvo hákarla svo stór var hann. Það hafi reynst verið sporður dýrsins.
Dýr Tengdar fréttir Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira
Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26