Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2023 14:20 Frá mótmælum í Bagdad um síðustu helgi, sem haldin voru til stuðnings Palestínumanna. Nokkrir vígahópar sem studdir eru af Íran eru með starfsemi í Írak. AP/Anmar Khalil Bandarískir hermenn eru sagðir hafa slasast lítillega í drónárásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak í gær. Tveimur drónum var flogið að al Asad flugstöðinni í vesturhluta Íraks og einum að annarri herstöð í norðurhluta landsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru tveir af drónunum skotnir niður en annar í flugstöðinni einungis skemmdur. Einhverjir hermenn eru sagðir hafa orðið fyrir lítilvægum meiðslum. Vígahópar sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran hafa hótað því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna vegna stuðnings þeirra við Ísrael. Hamas-samtökin njóta einnig stuðnings Írana, eins og Hezbollah-samtökin í Líbanon. Regnhlífasamtök þessara hópa í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á drónaárásunum og heita frekari árásum á næstunni. U.S. Forces Defend Against Drones in Iraq https://t.co/URHNRuPdvn pic.twitter.com/C1tcdBTuyo— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 18, 2023 Fregnir hafa einnig borist af árásum á herstöðvar í Sýrlandi í dag en þær eru óstaðfestar. Fréttamiðill í Líbanon, sem tengist yfirvöldum í Íran, sagði frá því fyrr í dag að drónaárás hefði verið á Al-Tanf herstöðinni í Sýrlandi, við landamæri Íraks og Jórdaníu. Þá hefði eldflaugum verið skotið að Conoco herstöðinni í Der al-Zor héraði. Eins og áður hefur þetta ekki verið staðfest af Bandaríkjamönnum. Segjast bíða eftir skipunum frá Teheran Frá því stríðið milli Hamas og Ísrael hófst þann 7. október, hefur mest athygli beinst að Hezbolla í Líbanon,. Aðrir hópar í Mið-Austurlöndum, eins og þeir í Írak, hafa einnig hótað árásum gegn Bandaríkjamönnum. Þessir hópar tilkynntu í gær að þeir hefðu stofnað sameiginlega yfirbyggingu sem ætlað væri að hjálpa Hamas-samtökunum. Hvað það felur í sér er óljóst. Tveir heimildarmenn AP sem eru í hópunum segja meðlimi þeirra tilbúna til að taka þátt í baráttunni gegn Ísrael en yfirvöld í Íran hafi ekki enn gefið grænt ljós á að opna nýjar víglínur. Heimildarmennirnir segja nokkra af leiðtogum íröksku hópanna vera í Líbanon og Sýrlandi, ef ske kynni að skipanir berist frá Íran. Bandaríkjamenn eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins. Þar á meðal er flugmóðurskip og er einnig verið að sigla öðru þangað. Þá gaf Joe Biden, forseti, nýverið skipun um að herdeild landgönguliða yrði einnig send á svæðið. Biden hefur reglulega varað aðra aðila, og þá aðallega Írana, við því að reyna að nýta sér stríð Hamas og Ísraela. Írak Sýrland Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni voru tveir af drónunum skotnir niður en annar í flugstöðinni einungis skemmdur. Einhverjir hermenn eru sagðir hafa orðið fyrir lítilvægum meiðslum. Vígahópar sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran hafa hótað því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna vegna stuðnings þeirra við Ísrael. Hamas-samtökin njóta einnig stuðnings Írana, eins og Hezbollah-samtökin í Líbanon. Regnhlífasamtök þessara hópa í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á drónaárásunum og heita frekari árásum á næstunni. U.S. Forces Defend Against Drones in Iraq https://t.co/URHNRuPdvn pic.twitter.com/C1tcdBTuyo— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 18, 2023 Fregnir hafa einnig borist af árásum á herstöðvar í Sýrlandi í dag en þær eru óstaðfestar. Fréttamiðill í Líbanon, sem tengist yfirvöldum í Íran, sagði frá því fyrr í dag að drónaárás hefði verið á Al-Tanf herstöðinni í Sýrlandi, við landamæri Íraks og Jórdaníu. Þá hefði eldflaugum verið skotið að Conoco herstöðinni í Der al-Zor héraði. Eins og áður hefur þetta ekki verið staðfest af Bandaríkjamönnum. Segjast bíða eftir skipunum frá Teheran Frá því stríðið milli Hamas og Ísrael hófst þann 7. október, hefur mest athygli beinst að Hezbolla í Líbanon,. Aðrir hópar í Mið-Austurlöndum, eins og þeir í Írak, hafa einnig hótað árásum gegn Bandaríkjamönnum. Þessir hópar tilkynntu í gær að þeir hefðu stofnað sameiginlega yfirbyggingu sem ætlað væri að hjálpa Hamas-samtökunum. Hvað það felur í sér er óljóst. Tveir heimildarmenn AP sem eru í hópunum segja meðlimi þeirra tilbúna til að taka þátt í baráttunni gegn Ísrael en yfirvöld í Íran hafi ekki enn gefið grænt ljós á að opna nýjar víglínur. Heimildarmennirnir segja nokkra af leiðtogum íröksku hópanna vera í Líbanon og Sýrlandi, ef ske kynni að skipanir berist frá Íran. Bandaríkjamenn eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins. Þar á meðal er flugmóðurskip og er einnig verið að sigla öðru þangað. Þá gaf Joe Biden, forseti, nýverið skipun um að herdeild landgönguliða yrði einnig send á svæðið. Biden hefur reglulega varað aðra aðila, og þá aðallega Írana, við því að reyna að nýta sér stríð Hamas og Ísraela.
Írak Sýrland Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26