Innlent

Ellefu ára drengur við­riðinn báðar stíflu­eyðis­á­rásir

Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa
Árásirnar tvær voru framdar á skólalóð Breiðagerðisskóla.
Árásirnar tvær voru framdar á skólalóð Breiðagerðisskóla. Vísir/Vilhelm

Lögregla hefur tekið skýrslur af tveimur drengjum, fæddum árin 2011 og 2012, í tengslum við tvær aðskildar stíflueyðisárásir á skóla­lóð Breiðagerðis­skóla í Reykja­vík. Sá sem er fæddur árið 2012 er viðriðinn báðar árásir.

Þetta staðfestir Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttastofu. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að á sunnudag fyrir rúmri viku hafi stíflueyði verið kastað á bak tíu ára drengs, sem var í fótbolta á lóð skólans

Greint var frá því kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að kvöldið áður hefði tólf ára stúlka hefði verið flutt á bráðamóttöku Landspítalans kvöldið áður, eftir að hópur drengja kastaði stíflueyðisdufti í andlit hennar. 

Þá sagði Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, í tölvupósti til foreldra í gær að stúlkan hafi dvalið lengi á bráðamóttöku, þar sem unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki væri enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af.

Guðrún segir að skýrsla hafi verið tekin af drengjunum tveimur í gær og þar hafi meðal annars komið fram að þeir hafi verið að apa eftir hegðun sem þeir hafa séð á samfélagsmiðlinum Youtube. Þeir hafi verið að útbúa einhvers konar sprengjur úr stíflueyðinum.

Guðrún segir að engin mál séu á borði lögreglu í tengslum við sprengjur en að Barnavernd sé með bæði málin til meðferðar.

Ekki hefur náðst í Þorkel Daníel skólastjóra frá því að málin komu upp þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.


Tengdar fréttir

Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið

Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið.

At­vikið í Breiða­gerðis­skóla sé á­minning til for­eldra

Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×