Enski boltinn

Besta andrúmsloftið á Anfield að mati Athletic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmaður Liverpool með You'll Never Walk Alone trefil á Anfield.
Stuðningsmaður Liverpool með You'll Never Walk Alone trefil á Anfield. EPA-EFE/PETER POWELL

Hvar er besta andrúmsloftið í ensku úrvalsdeildinni? Blaðamenn The Athletic fundu svarið við því.

Besta andrúmsloftið í allri deildinni er greinilega í Liverpool borg því Liverpool liðin eru í efstu tveimur sætunum í þessari nýju röðun Athletic.

Anfield, heimavöllur Liverpool, er í fyrsta sætinu og Goodison Park, heimavöllur Everton, er í öðru sæti.

Liðin mætast einmitt á Anfield í hádeginu á morgun og það má búast við frábæru andrúmslofti þar.

Goodison Park heyrir bráðum sögunni til því Everton er með nýjan leikvang í byggingu. Liverpool hefur aftur á móti verið að stækka stúkurnar á Anfield undanfarin ár.

Þriðja sætið skipar síðan Selhurst Park, heimavöllur Crystal Palace sem er á undan heimavelli Newcastle. St. James Park. Old Trafford, heimavöllur Manchester United, er síðan í fimmta sætinu.

Englandsmeistarar Manchester City eru bara í fjórtánda sæti með Ethiad Stadium en í neðstu þremur sætunum eru heimavellir Fulham, Brighton og Bournemouth.

Það má sjá allan listann hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×