Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Sigurgeir Finnsson skrifar 20. október 2023 10:00 Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. Allavega 40% kvenna verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla og sjö af hverjum tíu einstæðum mæðrum geta ekki mætt óvæntum stórum útgjöldum, svona mætti lengi áfram telja. Það er ljóst að þjóðfélagið verður laskað þennan dag, þegar helmingur vinnandi fólks leggur niður störf. Það er því okkar karlana að sjá um hlutina þennan dag. Við hljótum að ráða við það, enda karlmenn og karlmenn geta allt. Margir vinnustaðir munu finna verulega fyrir fjarveru kvennanna og eflaust munu margir karlar þurfa að ganga í störf þeirra, jafnvel í yfirvinnu. Fyrir það eiga þeir sannarlega rétt á yfirvinnukaupi samkvæmt kjarasamningum. En það væri ansi kaldhæðnislegt í ljósi aðstæðna ef karlmenn græddu aukalega á þessum degi vegna fjarveru kvenna. Ég hvet því karla sem þurfa að vinna yfirvinnu vegna kvennaverkfallsins að afsala sér yfirvinnukaupi þennan eina dag. Annað eins og meira til hafa konur þurft að taka á sig í formi lægri launa og ólaunaðri vinnu sem þær hafa innt af hendi í aldir. Í kvennaverkfallinu þarf að sinna börnum þar sem flestir skólar og leikskólar verða meira og minna lokaðir. Ekki ætlast til að konurnar í lífi ykkar passi börnin því þær eru í „fríi“ þennan dag, þær eru uppteknar í öðru. Takið börnin með í vinnuna eða verið heima og sinnið þeim þar. Ef þið eigið pantaðan tíma í golf verðið þið því miður að fresta honum því nóg er af verkefnum heima fyrir. Vekja þarf og klæða börnin, setja í þvottavél, fara í búð, skoða Mentor, hjálpa við heimanámið, fylgjast með skilaboðum á Sportabler, panta tíma hjá lækni, elda matinn, vaska upp, svæfa börnin. Þeir ykkar sem ekki hafið börn á ykkar framfæri gætuð hugað að gamla fólkinu, skutlast í búð fyrir ömmu eða tekið skák við afa. Ég veit að margir ykkar sinna heilmikið af þess nú þegar, frábært, haldið því áfram, þið standið ykkur vel. Þið hinir, takið á ykkur rögg. Atvinnurekendur sem segjast styðja jafnrétti en ætla ekki að greiða laun vegna fjarveru þennan dag, takið líka á ykkur rögg og sýnið raunverulegan stuðning í verki. Sýnum samstöðu, tökum ábyrgð, styðjum jafnrétti. Höfundur er sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. Allavega 40% kvenna verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla og sjö af hverjum tíu einstæðum mæðrum geta ekki mætt óvæntum stórum útgjöldum, svona mætti lengi áfram telja. Það er ljóst að þjóðfélagið verður laskað þennan dag, þegar helmingur vinnandi fólks leggur niður störf. Það er því okkar karlana að sjá um hlutina þennan dag. Við hljótum að ráða við það, enda karlmenn og karlmenn geta allt. Margir vinnustaðir munu finna verulega fyrir fjarveru kvennanna og eflaust munu margir karlar þurfa að ganga í störf þeirra, jafnvel í yfirvinnu. Fyrir það eiga þeir sannarlega rétt á yfirvinnukaupi samkvæmt kjarasamningum. En það væri ansi kaldhæðnislegt í ljósi aðstæðna ef karlmenn græddu aukalega á þessum degi vegna fjarveru kvenna. Ég hvet því karla sem þurfa að vinna yfirvinnu vegna kvennaverkfallsins að afsala sér yfirvinnukaupi þennan eina dag. Annað eins og meira til hafa konur þurft að taka á sig í formi lægri launa og ólaunaðri vinnu sem þær hafa innt af hendi í aldir. Í kvennaverkfallinu þarf að sinna börnum þar sem flestir skólar og leikskólar verða meira og minna lokaðir. Ekki ætlast til að konurnar í lífi ykkar passi börnin því þær eru í „fríi“ þennan dag, þær eru uppteknar í öðru. Takið börnin með í vinnuna eða verið heima og sinnið þeim þar. Ef þið eigið pantaðan tíma í golf verðið þið því miður að fresta honum því nóg er af verkefnum heima fyrir. Vekja þarf og klæða börnin, setja í þvottavél, fara í búð, skoða Mentor, hjálpa við heimanámið, fylgjast með skilaboðum á Sportabler, panta tíma hjá lækni, elda matinn, vaska upp, svæfa börnin. Þeir ykkar sem ekki hafið börn á ykkar framfæri gætuð hugað að gamla fólkinu, skutlast í búð fyrir ömmu eða tekið skák við afa. Ég veit að margir ykkar sinna heilmikið af þess nú þegar, frábært, haldið því áfram, þið standið ykkur vel. Þið hinir, takið á ykkur rögg. Atvinnurekendur sem segjast styðja jafnrétti en ætla ekki að greiða laun vegna fjarveru þennan dag, takið líka á ykkur rögg og sýnið raunverulegan stuðning í verki. Sýnum samstöðu, tökum ábyrgð, styðjum jafnrétti. Höfundur er sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun