Körfubolti

Sjáðu hvernig magnaðir taktar Remy Martin kláruðu Vals­menn í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingar fagna Remy Martin eftir sigurkörfu hans í gærkvöldi.
Keflvíkingar fagna Remy Martin eftir sigurkörfu hans í gærkvöldi. S2 Sport

Remy Martin var hetja Keflvíkinga í fyrsta leik sínum í Sláturhúsinu á Sunnubraut í gær þegar hann skoraði sigurkörfuna á móti Valsmönnum.

Martin fékk boltann á loksekúndum leiksins, fór einn á einn og skoraði frábæra þriggja stiga körfu með sjálfan Kristófer Acox að dekka sig. Kristófer réð ekki við dans Martin með boltann og hann kom sér í frítt skot og setti það.

Lokakafli leiksins var æsispennandi en Keflvíkingar vita að þeir eru með alvöru leikmann í sínum röðum þótt að hann hafi ekki hitt vel í fyrstu leikjunum.

Martin spilaði á stærsta sviðinu í bandaríska háskólaboltanum og hafði sjálfstraust og hæfileika til að skora þessa mögnuðu körfu.

Þetta var fyrsta tap Valsmanna á tímabilinu og það í leik þar sem liðið var með góða forystu lengst af í fyrri hálfleiknum.

Hér fyrir neðan má sjá æsispennandi lokamínútur en áður en Martin skoraði sigurkörfuna þá hafði Kristófer komið Val tveimur stigum yfir. Kristófer fékk líka tækifæri til að skora sigurkörfuna.

Klippa: Æsispennandi lokakafli í leik Vals og Keflavíkur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×