Þrennir tónleikar í súginn eftir óveður og bilun Árni Sæberg skrifar 22. október 2023 14:55 Hafdís Huld heldur á tónleikaferðalag í byrjun nóvember. Aðsend Tónlistarkonan Hafdís Huld og aðdáendur hennar sitja eftir með sárt ennið eftir að flugferð hennar var frestað ítrekað og loks aflýst. Hún hefur þurft að aflýsa þrennum tónleikum á Bretlandseyjum vegna þessa. Hafdís var leið í sitt fyrst tónlistarferðalag í mörg ár í fyrradag, og stefndi raunar á fyrstu tónleikana eftir fæðingarorlof, pásu vegna heimfaraldurs og gerð nýrrar plötu, þegar óveður setti strik í reikninginn. Flugi hennar og fylgdarliðs til Lundúna var frestað um nokkrar klukkustundir vegna óveðurs og aftur svo frestunin náði fjórtán klukkustundum. Að fjórtán klukkustundum liðnum bárust þau tíðindi að ekki yrði flogið vegna bilunar sem orðið hafði á flugvélinni sem hún átti bókað far með. Hefði þurft að mæta á sama tíma og gestirnir Í samtali við Vísi segir Hafdís að ómögulegt hafi verið að bóka annað flugfar til Bretlands. Öllum flugferðum frá landinu hafi verið frestað eða aflýst og því hafi verið fullbókað í allar ferðir. Til stóð að halda tónleika á fimmtudagskvöld í Leicester. Hafdís segir í samtali við Vísi að hún hafi leitað allra leiða til þess að komast á áfangastað og hún hafi um tíma íhugað að bóka flug í gegnum München í Þýskalandi. Þá hefði hún komið á tónleikastaðinn á sama tíma og gestirnir, ef allt hefði farið eins og í sögu. Því ákvað hún að láta það vera og aflýsa tónleikunum. „Þetta er algjör martröð, sérstaklega af því að nú er ég búin að eyða öllum deginum í það, eftir að vera í alla nótt upp á flugvelli, að svara bréfum frá fólki sem var til dæmis búið að fljúga frá Bandaríkjunum til að koma á tónleikana. Svo getur maður verið með móral fyrir því ofan á allt saman, þetta er eiginlega alveg ömurlegt.“ Geisladiskar á tónleikaferðalagi Hafdís Huld segir að aflýsing flugsins komi til með að hafa keðjuverkandi áhrif á fyrirhugað tónleikaferðalag. Ekkert verði af þrennum tónleikum og finna þurfi þeim nýjan tíma, þeir verði sennilega ekki haldnir á þessu ári. Tónleikaferðalagið hefjist ekki fyrr en í byrjun nóvember með tónleikum í Liverpool á Englandi. Hún hafi ákveðið að skipta ferðalaginu í nokkur minni, enda sé maðurinn hennar með í hljómsveitinni og þau eigi ung börn. „Það besta eiginlega er að nýju geisladiskarnir mínir, já fólk kaupir enn þá svoleiðis í útlöndum, þeir voru sendir á fyrsta staðinn, svo til London af því við komumst ekki þangað, svo var tónleikunum í London aflýst og þeir sendir til Glasgow. Núna verða þeir sendir til Íslands, svo þeir eru líka búnir að vera á rúntinum. Ég hef aldrei lent í öðru eins klúðri. Þú getur ekki búið þetta til, allt sem getur farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ Á tónleikaferðalaginu mun Hafdís Huld meðal annars flytja tónlist af nýrri plötu sinni, sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Á henni má heyra lagið Darkest night, sem hefur þegar verið gefið út. Tónlist Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Hafdís var leið í sitt fyrst tónlistarferðalag í mörg ár í fyrradag, og stefndi raunar á fyrstu tónleikana eftir fæðingarorlof, pásu vegna heimfaraldurs og gerð nýrrar plötu, þegar óveður setti strik í reikninginn. Flugi hennar og fylgdarliðs til Lundúna var frestað um nokkrar klukkustundir vegna óveðurs og aftur svo frestunin náði fjórtán klukkustundum. Að fjórtán klukkustundum liðnum bárust þau tíðindi að ekki yrði flogið vegna bilunar sem orðið hafði á flugvélinni sem hún átti bókað far með. Hefði þurft að mæta á sama tíma og gestirnir Í samtali við Vísi segir Hafdís að ómögulegt hafi verið að bóka annað flugfar til Bretlands. Öllum flugferðum frá landinu hafi verið frestað eða aflýst og því hafi verið fullbókað í allar ferðir. Til stóð að halda tónleika á fimmtudagskvöld í Leicester. Hafdís segir í samtali við Vísi að hún hafi leitað allra leiða til þess að komast á áfangastað og hún hafi um tíma íhugað að bóka flug í gegnum München í Þýskalandi. Þá hefði hún komið á tónleikastaðinn á sama tíma og gestirnir, ef allt hefði farið eins og í sögu. Því ákvað hún að láta það vera og aflýsa tónleikunum. „Þetta er algjör martröð, sérstaklega af því að nú er ég búin að eyða öllum deginum í það, eftir að vera í alla nótt upp á flugvelli, að svara bréfum frá fólki sem var til dæmis búið að fljúga frá Bandaríkjunum til að koma á tónleikana. Svo getur maður verið með móral fyrir því ofan á allt saman, þetta er eiginlega alveg ömurlegt.“ Geisladiskar á tónleikaferðalagi Hafdís Huld segir að aflýsing flugsins komi til með að hafa keðjuverkandi áhrif á fyrirhugað tónleikaferðalag. Ekkert verði af þrennum tónleikum og finna þurfi þeim nýjan tíma, þeir verði sennilega ekki haldnir á þessu ári. Tónleikaferðalagið hefjist ekki fyrr en í byrjun nóvember með tónleikum í Liverpool á Englandi. Hún hafi ákveðið að skipta ferðalaginu í nokkur minni, enda sé maðurinn hennar með í hljómsveitinni og þau eigi ung börn. „Það besta eiginlega er að nýju geisladiskarnir mínir, já fólk kaupir enn þá svoleiðis í útlöndum, þeir voru sendir á fyrsta staðinn, svo til London af því við komumst ekki þangað, svo var tónleikunum í London aflýst og þeir sendir til Glasgow. Núna verða þeir sendir til Íslands, svo þeir eru líka búnir að vera á rúntinum. Ég hef aldrei lent í öðru eins klúðri. Þú getur ekki búið þetta til, allt sem getur farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ Á tónleikaferðalaginu mun Hafdís Huld meðal annars flytja tónlist af nýrri plötu sinni, sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Á henni má heyra lagið Darkest night, sem hefur þegar verið gefið út.
Tónlist Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira