Innlent

Taka ekki á móti konum eða kvárum í sund „af öryggis­á­­stæðum“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hvorki konur né kvár verða á vakt næsta þriðjudag.
Hvorki konur né kvár verða á vakt næsta þriðjudag. Vísir/Vilhelm

Sundlaug Selfoss mun ekki leyfa konum og kvárum að fara í sund næsta þriðjudag, 24. október, þegar allsherjarverkfall kvenna og kvára stendur yfir.

Í tilkynningu frá sundlauginni segir: „Ekki verður hægt að taka á móti konum/kvár af öryggisástæðum þar sem engar konur eru á vakt.“

Þá verða kvennaklefar og útiklefar lokaðir og opnunartími og aðgangur verður mögulega skertur. Karlmenn geta komið í sund og stúlkur yngri en sex ára geta komið í fylgd með karlmanni, sem er fimmtán ára eða eldri, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá verður sundlaug Stokkseyrar lokuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×