Ályktun kvenna í borgarstjórn í tilefni af kvennaverkfalli Hópur kvenna í borgarstjórn skrifar 21. október 2023 12:00 Ályktun kvenna í borgarstjórn 17. október 2023: Á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 var fyrst boðað til Kvennafrís á Íslandi þar sem konur voru hvattar til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan dag, þann 24. október. Tilgangurinn var að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið og að undirstrika kröfu kvenna um jafna stöðu og kjör á við karla í íslensku samfélagi. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum sögulega viðburði sem markaði ákveðin vatnaskil í þróun jafnréttismála á íslandi. Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa nú blásið til heils dags kvennaverkfalls á ný þann 24. október næstkomandi undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?” því þrátt fyrir árangur jafnréttisbaráttu undanfarinna áratuga er jafnrétti kynja ekki náð og það sé ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér. Við eigum kvennahreyfingum á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu fyrir okkur öll því jafnrétti er ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig efnahagsleg nauðsyn. Stjórnvöld, þar með sveitarfélög, eiga að vera leiðandi í jafnréttismálum og sjá til þess með stefnu sinni og aðgerðum að allir íbúar fái jafna meðferð og hafi jafnan rétt til þátttöku og athafna í samfélaginu. Við konur í borgarstjórn tökum undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Við heitum því að leggja okkur fram í störfum okkar til að félagslegt og launalegt jafnrétti nái fram að ganga. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út að ekki verði dregið af launum kvenna og kvár sem leggja niður störf vegna Kvennaverkfalls 24. október. Við munum sjálfar taka þátt í kvennaverkfalli og hvetjum konur og kvár til að gera slíkt hið sama. Við hvetjum stjórnendur fyrirtækja og stofnana til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera starfsfólki sínu kleift að taka þátt í baráttudeginum 24. október og til að vinna að jafnrétti á öllum sviðum framvegis. Höfundar eru hópur kvenna í borgarstjórn. Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Borgarstjórn Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Ályktun kvenna í borgarstjórn 17. október 2023: Á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 var fyrst boðað til Kvennafrís á Íslandi þar sem konur voru hvattar til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan dag, þann 24. október. Tilgangurinn var að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið og að undirstrika kröfu kvenna um jafna stöðu og kjör á við karla í íslensku samfélagi. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum sögulega viðburði sem markaði ákveðin vatnaskil í þróun jafnréttismála á íslandi. Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa nú blásið til heils dags kvennaverkfalls á ný þann 24. október næstkomandi undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?” því þrátt fyrir árangur jafnréttisbaráttu undanfarinna áratuga er jafnrétti kynja ekki náð og það sé ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér. Við eigum kvennahreyfingum á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu fyrir okkur öll því jafnrétti er ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig efnahagsleg nauðsyn. Stjórnvöld, þar með sveitarfélög, eiga að vera leiðandi í jafnréttismálum og sjá til þess með stefnu sinni og aðgerðum að allir íbúar fái jafna meðferð og hafi jafnan rétt til þátttöku og athafna í samfélaginu. Við konur í borgarstjórn tökum undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Við heitum því að leggja okkur fram í störfum okkar til að félagslegt og launalegt jafnrétti nái fram að ganga. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út að ekki verði dregið af launum kvenna og kvár sem leggja niður störf vegna Kvennaverkfalls 24. október. Við munum sjálfar taka þátt í kvennaverkfalli og hvetjum konur og kvár til að gera slíkt hið sama. Við hvetjum stjórnendur fyrirtækja og stofnana til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera starfsfólki sínu kleift að taka þátt í baráttudeginum 24. október og til að vinna að jafnrétti á öllum sviðum framvegis. Höfundar eru hópur kvenna í borgarstjórn. Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun