„Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Árni Sæberg skrifar 21. október 2023 14:08 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Ívar Fannar Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. Niðurstöður nýlegrar könnunar meðal aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins benda til þess að atvinnurekendur telji svo gott sem engin efni til launahækkana þegar nýir kjarasamningar verða gerðir á næstunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það gamla sögu og nýja. „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart, þetta er nákvæmlega það sama og heyrist alltaf þegar kjaraviðræður og kjarasamningar eru í nánd.“ Í sömu könnun kom í ljós að almenningur telur ekki líklegt að atvinnurekendur geti hækkað laun mikið. Sólveig Anna segir að Efling stefni fyrst og fremst að því að laun þeirra launalægstu verði hækkuð. „Við viljum byggja á módeli lífskjarasamningsins. Það voru mjög farsælir og góðir samningar sem náðust árið 2019. Krónutölusamningar þar sem allir fá sömu krónutöluna í hækkun. Ég held og ég trúi að það muni nást sátt um þannig samninga,“ segir Sólveig Anna. Vill langtímasamninga Þá segir hún að vilji verkalýðshreyfingarinnar sé að kjarasamningar verði gerðir til lengri tíma og að samningar þar sem helst er komið til móts við þau launalægstu myndu stuðla að minni verðbólgu og lægra vaxtastigi. „Skynsamlegasta og besta nálgunin á þessum tímum sem við lifum, í því efnahagsástandi sem er uppi, er að gera samninga sem lyfta fyrst og fremst upp þeim sem eru á lægstu laununum, sem augljóslega duga ekki til framfærslu. Þannig getur verkalýðshreyfingin sannarlega lagt sitt af mörkum til að ná hér niður vaxtastigi og byrja að hemja verðbólgubálið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar meðal aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins benda til þess að atvinnurekendur telji svo gott sem engin efni til launahækkana þegar nýir kjarasamningar verða gerðir á næstunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það gamla sögu og nýja. „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart, þetta er nákvæmlega það sama og heyrist alltaf þegar kjaraviðræður og kjarasamningar eru í nánd.“ Í sömu könnun kom í ljós að almenningur telur ekki líklegt að atvinnurekendur geti hækkað laun mikið. Sólveig Anna segir að Efling stefni fyrst og fremst að því að laun þeirra launalægstu verði hækkuð. „Við viljum byggja á módeli lífskjarasamningsins. Það voru mjög farsælir og góðir samningar sem náðust árið 2019. Krónutölusamningar þar sem allir fá sömu krónutöluna í hækkun. Ég held og ég trúi að það muni nást sátt um þannig samninga,“ segir Sólveig Anna. Vill langtímasamninga Þá segir hún að vilji verkalýðshreyfingarinnar sé að kjarasamningar verði gerðir til lengri tíma og að samningar þar sem helst er komið til móts við þau launalægstu myndu stuðla að minni verðbólgu og lægra vaxtastigi. „Skynsamlegasta og besta nálgunin á þessum tímum sem við lifum, í því efnahagsástandi sem er uppi, er að gera samninga sem lyfta fyrst og fremst upp þeim sem eru á lægstu laununum, sem augljóslega duga ekki til framfærslu. Þannig getur verkalýðshreyfingin sannarlega lagt sitt af mörkum til að ná hér niður vaxtastigi og byrja að hemja verðbólgubálið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira