Stórt fyrir íslenskan handbolta: „Þetta var mikið sjokk fyrir þá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2023 11:01 Gunnar Magnússon hafði ríka ástæðu til að fagna í gær. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður eftir afar sterkan sigur hans manna á Nærbö frá Noregi í EHF-bikarnum í handbolta í gær. Afturelding vann sex marka sigur þar sem mark Þorsteins Leó Gunnarssonar þegar örfáar sekúndur voru eftir skaut Mosfellinga áfram. Afturelding hafði tapað fyrri leiknum ytra með fimm marka mun svo ljóst var að ekkert annað en sex marka sigur eða stærri myndi skjóta þeim áfram í 32-liða úrslitin. Mark Þorsteins Leó, sem var hans ellefta í leiknum, tryggði þeim 29-23 sigur og því samanlagðan 51-50 sigur í einvíginu. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega gaman að vinna þetta á þennan hátt. Auðvitað var þetta bara þannig að við skorum sigurmarkið á síðustu sekúndunum og það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta var hörkueinvígi og gaman að slá út sterkt lið. Þetta var mjög gaman og stór stund fyrir okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi. Þorsteinn Leó Gunnarsson fór mikinn og skoraði ellefu mörk í leiknum, þar á meðal sigurmark einvígisins þegar örfáar sekúndur lifðu leiks.Vísir/Pawel Nærbö vann keppnina árið 2022 og lék til úrslita í henni í fyrra. Sigurinn er því stór fyrir Aftureldingu. „Þetta lið var í úrslitum í fyrra og vann Áskorendabikarinn fyrir tveimur árum og maður sá eftir leik að þetta var mikið sjokk fyrir þá að tapa fyrir okkur. Þeir voru brattir fyrir leik eftir að hafa unnið okkur með fimm mörkum úti. En við fundum eftir þann leik að við áttum mikið inni og höfðum fulla trú á því að við gætum snúið þessu við á heimavelli. Það var bara frábært á klára þetta og stórt fyrir okkar félag,“ segir Gunnar. Ísland með fjögur lið af 32 Afturelding varð í gær fjórða íslenska liðið til að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. FH hafði fyrr um daginn unnið sterkan sigur á Partizan í Serbíu, Valur sló örugglega út Polva Serviti frá Eistlandi og ÍBV henti Red Boys Differdange frá Lúxemborg úr keppni. Gunnar segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga svo mörg lið í keppninni. „Við tölum um það að Olís-deildin sé alltaf að styrkjast og það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að liðið nái góðum árangri í Evrópukeppni,“ „Það eru 32 lið eftir í þessari keppni og þar af eru fjögur frá Íslandi. Við erum að slá út sterkt lið frá Noregi sem er með nokkra atvinnumenn og meiri fjárráð heldur en við. Fyrir íslenskan handbolta að vera með fjögur lið í þessari keppni er frábært,“ segir Gunnar. Dregið verður í 32-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur. Leikirnir í þeirri umferð fara fram í lok nóvember og byrjun desember. Afturelding Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Afturelding hafði tapað fyrri leiknum ytra með fimm marka mun svo ljóst var að ekkert annað en sex marka sigur eða stærri myndi skjóta þeim áfram í 32-liða úrslitin. Mark Þorsteins Leó, sem var hans ellefta í leiknum, tryggði þeim 29-23 sigur og því samanlagðan 51-50 sigur í einvíginu. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega gaman að vinna þetta á þennan hátt. Auðvitað var þetta bara þannig að við skorum sigurmarkið á síðustu sekúndunum og það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta var hörkueinvígi og gaman að slá út sterkt lið. Þetta var mjög gaman og stór stund fyrir okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi. Þorsteinn Leó Gunnarsson fór mikinn og skoraði ellefu mörk í leiknum, þar á meðal sigurmark einvígisins þegar örfáar sekúndur lifðu leiks.Vísir/Pawel Nærbö vann keppnina árið 2022 og lék til úrslita í henni í fyrra. Sigurinn er því stór fyrir Aftureldingu. „Þetta lið var í úrslitum í fyrra og vann Áskorendabikarinn fyrir tveimur árum og maður sá eftir leik að þetta var mikið sjokk fyrir þá að tapa fyrir okkur. Þeir voru brattir fyrir leik eftir að hafa unnið okkur með fimm mörkum úti. En við fundum eftir þann leik að við áttum mikið inni og höfðum fulla trú á því að við gætum snúið þessu við á heimavelli. Það var bara frábært á klára þetta og stórt fyrir okkar félag,“ segir Gunnar. Ísland með fjögur lið af 32 Afturelding varð í gær fjórða íslenska liðið til að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. FH hafði fyrr um daginn unnið sterkan sigur á Partizan í Serbíu, Valur sló örugglega út Polva Serviti frá Eistlandi og ÍBV henti Red Boys Differdange frá Lúxemborg úr keppni. Gunnar segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga svo mörg lið í keppninni. „Við tölum um það að Olís-deildin sé alltaf að styrkjast og það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að liðið nái góðum árangri í Evrópukeppni,“ „Það eru 32 lið eftir í þessari keppni og þar af eru fjögur frá Íslandi. Við erum að slá út sterkt lið frá Noregi sem er með nokkra atvinnumenn og meiri fjárráð heldur en við. Fyrir íslenskan handbolta að vera með fjögur lið í þessari keppni er frábært,“ segir Gunnar. Dregið verður í 32-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur. Leikirnir í þeirri umferð fara fram í lok nóvember og byrjun desember.
Afturelding Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira