Enski boltinn

Flöskur flugu fyrir leik á Anfield | Lögregluþjónn slasaðist í andliti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ótengd mynd, áhorfendur á Anfield, heimavelli Liverpool, þar sem atvikið átti sér stað.
Ótengd mynd, áhorfendur á Anfield, heimavelli Liverpool, þar sem atvikið átti sér stað. Vísir / Getty

Lögreglan í Liverpool hefur á mál borði sér til rannsóknar eftir nágrannaslag borgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í gær. Áhorfandi leiksins er sagður hafa kastað flösku og skorið þannig svöðusár í andlit lögregluþjóns sem var við störf á leiknum. 

Atvikið á að hafa gerst um fjörtíu mínútum áður en leikur fór af stað. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að maðurinn hafi fengið svæsinn skurð á andlitið og sé í tímabundnu leyfi frá störfum. Lögreglan skoðar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum á vellinum í leit að sökudólgnum. 

Kona sem var áhorfandi í stúkunni varð einnig fyrir barðinu á flösku áður en leikur hófst en slasaðist ekki alvarlega. 

Yfirlögregluþjónn á svæðinu í leik gærdagsins tjáði sig um málið og sagði slíka hegðun algjörlega óásættanlega. Hann benti á að lögregluþjónninn væri þarna við störf til að tryggja öryggi allra sem voru viðstaddir leikinn og harmaði því að ráðist væri að honum með slíkum hætti. 

Að lokum ítrekaði hann að þessu yrði ekki tekið þegjandi og að lögreglan myndi gera allt í sínu valdi til að hafa uppi á sökudólgnum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×