Körfubolti

Stjarnan lagði Þór í VÍS bikarnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Ægir Þór er mættur aftur í Stjörnuna. Hér lyftir hann Geyisbikarnum 2018
Ægir Þór er mættur aftur í Stjörnuna. Hér lyftir hann Geyisbikarnum 2018

Stjarnan varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í VÍS-bikarnum en sex leikir eru á dagskrá í dag í 32-liða úrslitum

Stjarnan tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í Umhyggjuhöllinni. Stjarnan hefur farið brösulega af stað í deildinni en það skiptir oft litlu máli í bikarnum sem sannaði sig að þessu sinni. Stjarnan settist í bílstjórasætið strax í byrjun en Þorlákshafnarbúar voru þó ekki tilbúnir að gefast upp alveg strax.

Sterkur þriðji leikhluti skilaði Þórsurum hársbreidd frá því að ná forystu í leiknum, staðan 71-68 fyrir lokaátökin. Þórsarar héldu uppteknum hætti í 4. leikhluta og komust yfir í tvígang en Ægir Þór Steinarsson, sem var öflugur í kvöld, jafnaði leikinn í 81-81 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir og litu Stjörnumenn ekki til baka eftir það, lokatölur 92-84.

Ægir Þór skoraði 24 stig fyrir Stjörnuna og bætti við sjö stoðsendingum en Finninn Antti Kanervo var stigahæstur allra á vellinum með 27 stig. 

Hjá gestunum var það Fotios Lampropoulos sem var stigahæstur með 20 stig.

Fjórir aðrir leikir eru á dagskrá karlamegin í kvöld og einn kvennamegin.

Þór Akureyri - Haukar – kl. 18:00

Snæfell - Höttur – kl. 18:15

KR - Ármann – kl. 19:00

ÍR - Tindastóll – kl. 19:15

VÍS bikar kvenna – 32 liða úrslit

KR - Njarðvík – kl. 16:30

Leik KR og Njarðvíkur lauk nú rétt í þessu þar sem Njarðvíkingar fóru nokkuð létt með 1. deildarlið KR, lokatölur 55-86




Fleiri fréttir

Sjá meira


×