„Áhyggjur varaseðlabankastjóra eru óþarfar ef útgjaldareglu verður komið á“
![Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu, Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA. „Útgjaldaregla er eitt stærsta atriðið sem hægt er að gera til að koma aga á opinber fjármál,“ segir Óli Björn og nefnir að mikilvægt sé að koma henni á.](https://www.visir.is/i/B066B7130B62358C6FEC3EE11F5A96945A9827536A7BC3C6173E0D04E82CB402_713x0.jpg)
Áhyggjur varaseðlabankastjóra um að mikil aukning tekna ríkissjóðs umfram áætlanir fari sjálfkrafa í meiri útgjöld, sem hún vill leysa með sérstakri tekjureglu, eru „óþarfar“ ef þess í stað verður tekin upp útgjaldaregla í lögum um opinber fjármál, að sögn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Rannsóknir hafa sýnt að frumástæða hallarekstrar ríkissjóða sé framúrkeyrsla á útgjaldahlið en ekki skortur á tekjum.