Af dyggðaskreytingu Reykjavíkurborgar Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir skrifar 23. október 2023 12:01 Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir. Þannig er komið fyrir leikskólanum sem barnið mitt er á. Það vantar 5, bráðum 6 stöðugildi og því er fáliðunaráætlun í gangi þar sem hver deild leikskólans þarf að vera heima einu sinni í viku en það nemur um 20% skerðingu á skólastarfinu. Þegar börnin fá svo að fara í skólann er starfsfólkið svo fátt að ekki er hægt að sinna venjubundnu starfi eins og listasmiðju og fleira. Það er búist við að þetta ástand muni standa fram á nýja árið. Kvenna- og kváraverkfallið er á morgun og vinnuveitendur hafa keppst um að senda tölvupóst á starfsfólk sitt um hversu dyggilega þeir styðji við baráttuna. Reykjavíkurborg sendi hjartnæman tölvupóst þar sem lýst er yfir stuðningi við konur og kvár og foreldrar beðnir um að halda börnunum sínum heima þennan dag. Þessi tölvupóstur skýtur ansi skökku við þegar ljóst er að Reykjavíkurborg sér ekki sóma sinn í að launa starfsfólki leikskólanna nægilega vel svo þau sjái hag sinn í að starfa hjá leikskólunum. Eins býður Reykjavíkurborg þessu starfsfólki upp á svo óviðunandi vinnuumhverfi að fólk vinnur sér til húðar og missir heilsuna. Sú er raunin á okkar leikskóla. Yndislega starfsfólkið sem þykir svo vænt um börnin okkar, eyðir með þeim deginum og leiðbeinir og kennir þeim af alúð er að missa heilsuna eða fara í önnur störf. Tvískinnungur Reykjavíkurborgar er ærandi. Það er morgunljóst að vandamálið liggur í launum og kjörum leikskólastarfsfólks en borgin eins og körlum og vinnuveitendum er von og vísa setur peninga í fyrsta sæti fram yfir heilsu og hag barna og umönnunaraðila þeirra. Við foreldrar barna í Sæborg skorum á Reykjavíkurborg að láta baráttuna sig sannarlega varða og bæta kjör leikskólastarfsfólks svo börnin okkar fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Höfundur er móðir og hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Kvennaverkfall Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir. Þannig er komið fyrir leikskólanum sem barnið mitt er á. Það vantar 5, bráðum 6 stöðugildi og því er fáliðunaráætlun í gangi þar sem hver deild leikskólans þarf að vera heima einu sinni í viku en það nemur um 20% skerðingu á skólastarfinu. Þegar börnin fá svo að fara í skólann er starfsfólkið svo fátt að ekki er hægt að sinna venjubundnu starfi eins og listasmiðju og fleira. Það er búist við að þetta ástand muni standa fram á nýja árið. Kvenna- og kváraverkfallið er á morgun og vinnuveitendur hafa keppst um að senda tölvupóst á starfsfólk sitt um hversu dyggilega þeir styðji við baráttuna. Reykjavíkurborg sendi hjartnæman tölvupóst þar sem lýst er yfir stuðningi við konur og kvár og foreldrar beðnir um að halda börnunum sínum heima þennan dag. Þessi tölvupóstur skýtur ansi skökku við þegar ljóst er að Reykjavíkurborg sér ekki sóma sinn í að launa starfsfólki leikskólanna nægilega vel svo þau sjái hag sinn í að starfa hjá leikskólunum. Eins býður Reykjavíkurborg þessu starfsfólki upp á svo óviðunandi vinnuumhverfi að fólk vinnur sér til húðar og missir heilsuna. Sú er raunin á okkar leikskóla. Yndislega starfsfólkið sem þykir svo vænt um börnin okkar, eyðir með þeim deginum og leiðbeinir og kennir þeim af alúð er að missa heilsuna eða fara í önnur störf. Tvískinnungur Reykjavíkurborgar er ærandi. Það er morgunljóst að vandamálið liggur í launum og kjörum leikskólastarfsfólks en borgin eins og körlum og vinnuveitendum er von og vísa setur peninga í fyrsta sæti fram yfir heilsu og hag barna og umönnunaraðila þeirra. Við foreldrar barna í Sæborg skorum á Reykjavíkurborg að láta baráttuna sig sannarlega varða og bæta kjör leikskólastarfsfólks svo börnin okkar fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Höfundur er móðir og hjúkrunarfræðingur.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun