Vill breyta lyfjalögum svo börn geti ekki keypt lyf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. október 2023 22:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir víða í löndunum í kringum okkur vera gert ráð fyrir að börn undir ákveðnum aldri geti ekki keypt sér lyf sjálf. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill sjá breytingar á lyfjalögum þannig að börn geti ekki lengur keypt lyf. Eins og lögin eru í dag þá er ekki kveðið á um nein aldurstakmörk þegar lyf eru keypt. Þetta á við um bæði lausasölulyf og lyf sem læknar skrifa upp á. Frumvarp um breytingarnar liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Fjallað var um málið á dögunum í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Dæmi eru um að börn í íþróttum taki verkjalyf til að komast á æfingar og keppa. Fréttastofa sendi meðal annars þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Willum segist vilja breyta því að börn geti keypt lyf og að þegar sé hafin vinna við það. „Það þarf að koma fyrir heimild í lyfjalög til að það sé hægt að setja reglur um þetta og um afgreiðslu lyfja.“ Hann segir að horft verði til nágrannalandanna þegar ákveðið verði hversu gömul börn þurfi að vera til að fá lyf afgreidd. „Þetta eru svona á bilinu fimmtán til átján ára á öðrum Norðurlöndum slík heimild og aldursreglur. Þannig að við fórum bara á stað með ábendingu frá Lyfjastofnun í kjölfarið á þessari umfjöllun í ráðuneytinu og erum að setja heimildargrein í lyfjalög í samráð og svo reglugerð samhliða sem myndi þá byggja á þessari lagastoð, heimildargrein um aldurstengdar reglur í þessu samhengi.“ Klippa: Willum Þór um lyfjalög Sjá má viðtal við Willum í spilaranum hér fyrir ofan Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Eins og lögin eru í dag þá er ekki kveðið á um nein aldurstakmörk þegar lyf eru keypt. Þetta á við um bæði lausasölulyf og lyf sem læknar skrifa upp á. Frumvarp um breytingarnar liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Fjallað var um málið á dögunum í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Dæmi eru um að börn í íþróttum taki verkjalyf til að komast á æfingar og keppa. Fréttastofa sendi meðal annars þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Willum segist vilja breyta því að börn geti keypt lyf og að þegar sé hafin vinna við það. „Það þarf að koma fyrir heimild í lyfjalög til að það sé hægt að setja reglur um þetta og um afgreiðslu lyfja.“ Hann segir að horft verði til nágrannalandanna þegar ákveðið verði hversu gömul börn þurfi að vera til að fá lyf afgreidd. „Þetta eru svona á bilinu fimmtán til átján ára á öðrum Norðurlöndum slík heimild og aldursreglur. Þannig að við fórum bara á stað með ábendingu frá Lyfjastofnun í kjölfarið á þessari umfjöllun í ráðuneytinu og erum að setja heimildargrein í lyfjalög í samráð og svo reglugerð samhliða sem myndi þá byggja á þessari lagastoð, heimildargrein um aldurstengdar reglur í þessu samhengi.“ Klippa: Willum Þór um lyfjalög Sjá má viðtal við Willum í spilaranum hér fyrir ofan
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
„Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00