Gleðitár streymdu niður kinnar Garcia sem braut blað í sögu mótorsports Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 12:00 Marta Garcia, ökumaður PREMA Racing er fyrsti F1 Academy meistarinn Vísir/Getty Hin spænska Marta Garcia er fyrsti meistarinn í flokki ökumanna í sögu F1 Academy og segir hún það hafa verið tilfinningaþrungna stund að koma í mark í Austin um nýliðna helgi þar sem meistaratitillinn var tryggður. Garcia tryggði sér titilinn um nýliðna helgi þegar keppnishelgi F1 Academy fór fram á Circuit of The Americas í Bandaríkjunum. F1 Academy er á sínu fyrsta tímabili en mótaröðinni er ætlað að greiða götu kvenna upp í Formúlu 1 mótaröðina og eru mörg lið þar sem koma að akademíunni. Garcia segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar að titillinn var í höfn. „Það gerðu vart um sig margar mismunandi tilfinningar,“ segir Garcia í viðtali við F1.com. „Mér vöknaði um augun þegar að ég kom í mark. Ég grét en það var vegna allrar erfiðisvinnunnar sem liggur að baki þessum titli hjá okkur í liðinu.“ Marta fagnar með samlanda sínum, Carlos Sainz ökumanni Ferrari í Formúlu 1Vísir/Getty Garcia ekur fyrir lið PREMA Racing og segir hún sigur síðustu helgar standa upp úr hjá sér á tímabilinu. Um var að ræða fyrstu keppnishelgina þar sem F1 Academy og Formúla 1 eru í samfloti og Garcia fann fyrir áhrifum þess. „Ég myndi segja að þessi sigur sé sá besti. Við vorum í Austin með Formúlu 1, það voru margir í stúkunni og stemningin eftir því.“ Garcia varð meistari ökumanna á meðan að PREMA Racing tryggði sér titilinn í flokki liðaVísir/Getty Hún segir það að hafa verið samhliða Formúlu 1 hafa aukið á spennuna sem fylgdi því að verða meistari. Garcia telur þetta fyrsta tímabil F1 Academy slá tóninn fyrir það sem koma skal. Á næsta tímabili munu allar keppnishelgar mótaraðarinnar vera í samfloti með Formúlu 1 og munu öll lið síðarnefndu mótaraðarinnar vera með einn kvenkyns ökumann á sínum snærum. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Garcia tryggði sér titilinn um nýliðna helgi þegar keppnishelgi F1 Academy fór fram á Circuit of The Americas í Bandaríkjunum. F1 Academy er á sínu fyrsta tímabili en mótaröðinni er ætlað að greiða götu kvenna upp í Formúlu 1 mótaröðina og eru mörg lið þar sem koma að akademíunni. Garcia segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar að titillinn var í höfn. „Það gerðu vart um sig margar mismunandi tilfinningar,“ segir Garcia í viðtali við F1.com. „Mér vöknaði um augun þegar að ég kom í mark. Ég grét en það var vegna allrar erfiðisvinnunnar sem liggur að baki þessum titli hjá okkur í liðinu.“ Marta fagnar með samlanda sínum, Carlos Sainz ökumanni Ferrari í Formúlu 1Vísir/Getty Garcia ekur fyrir lið PREMA Racing og segir hún sigur síðustu helgar standa upp úr hjá sér á tímabilinu. Um var að ræða fyrstu keppnishelgina þar sem F1 Academy og Formúla 1 eru í samfloti og Garcia fann fyrir áhrifum þess. „Ég myndi segja að þessi sigur sé sá besti. Við vorum í Austin með Formúlu 1, það voru margir í stúkunni og stemningin eftir því.“ Garcia varð meistari ökumanna á meðan að PREMA Racing tryggði sér titilinn í flokki liðaVísir/Getty Hún segir það að hafa verið samhliða Formúlu 1 hafa aukið á spennuna sem fylgdi því að verða meistari. Garcia telur þetta fyrsta tímabil F1 Academy slá tóninn fyrir það sem koma skal. Á næsta tímabili munu allar keppnishelgar mótaraðarinnar vera í samfloti með Formúlu 1 og munu öll lið síðarnefndu mótaraðarinnar vera með einn kvenkyns ökumann á sínum snærum.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira