Arftaki Bjarna Sæmundssonar fær nafnið Þórunn Þórðardóttir Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 10:15 Þórunn Þórðardóttir HF 300 verður sjósett í desember. Stjr Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar verður sjósett í skipasmíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni 15. desember næstkomandi og við sjósetningu mun skipið formlega hljóta nafnið Þórunn Þórðardóttir og einkennisstafina HF 300. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Þar kemur fram að skipið muni draga nafn sitt af Þórunni Þórðardóttur sem hafi verið fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum. Hún var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland. „Eitt helsta afrek Þórunnar voru rannsóknir og mat á heildarfrumframleiðni svifþörunga á Íslandsmiðum en svifþörungar eru undirstaða fæðukeðju hafsins. Þórunn var jafnframt á meðal fyrstu sjávarlíffræðinga til að nota geislakolsaðferð til að meta framleiðni í sjónum. Hún hlaut heiðursviðurkenningu Lýðveldissjóðs Alþingis fyrir framlag sitt til rannsókna á hafinu við Ísland. Þórunn lést 11. desember árið 2007,“ segir í tilkynningunni. Þórunn Þórðardóttir var fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum og var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland.Stjr Þar er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að þetta nýja og glæsilega skip auki verulega möguleika Íslendinga til hafrannsókna. „Ég hef í mínu embætti lagt mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins, þetta eru því einstaklega ánægjuleg tímamót. Ekki skemmir fyrir að skipið skuli nefnt eftir svo merkri vísindakonu og frumkvöðli sem Þórunn Þórðardóttir var og að nafngiftin skuli tilkynnt á sjálfum kvennaverkfallsdeginum,“ segir Svandís. Stefnt er að afhendingu skipsins til Íslendinga í október 2024 og verði þá siglt til landsins. „Þórunn Þórðardóttir HF 300 mun leysa af hólmi Bjarna Sæmundsson HF 30 sem hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár. Skipið er nær 70 m langt og um 13 m breitt. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skipið verði eins umhverfisvænt og sparneytið og unnt er, um er að ræða tvíorkuskip með rafknúnum skrúfum. Meginorkugjafi er olía en einnig eru stórar rafhlöður um borð sem stuðla að betri orkunýtingu,“ segir í tilkynningunni. Bjarni Sæmundsson hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár.Vísir/Vilhelm Vísindi Sjávarútvegur Kvennaverkfall Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Þar kemur fram að skipið muni draga nafn sitt af Þórunni Þórðardóttur sem hafi verið fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum. Hún var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland. „Eitt helsta afrek Þórunnar voru rannsóknir og mat á heildarfrumframleiðni svifþörunga á Íslandsmiðum en svifþörungar eru undirstaða fæðukeðju hafsins. Þórunn var jafnframt á meðal fyrstu sjávarlíffræðinga til að nota geislakolsaðferð til að meta framleiðni í sjónum. Hún hlaut heiðursviðurkenningu Lýðveldissjóðs Alþingis fyrir framlag sitt til rannsókna á hafinu við Ísland. Þórunn lést 11. desember árið 2007,“ segir í tilkynningunni. Þórunn Þórðardóttir var fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum og var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland.Stjr Þar er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að þetta nýja og glæsilega skip auki verulega möguleika Íslendinga til hafrannsókna. „Ég hef í mínu embætti lagt mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins, þetta eru því einstaklega ánægjuleg tímamót. Ekki skemmir fyrir að skipið skuli nefnt eftir svo merkri vísindakonu og frumkvöðli sem Þórunn Þórðardóttir var og að nafngiftin skuli tilkynnt á sjálfum kvennaverkfallsdeginum,“ segir Svandís. Stefnt er að afhendingu skipsins til Íslendinga í október 2024 og verði þá siglt til landsins. „Þórunn Þórðardóttir HF 300 mun leysa af hólmi Bjarna Sæmundsson HF 30 sem hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár. Skipið er nær 70 m langt og um 13 m breitt. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skipið verði eins umhverfisvænt og sparneytið og unnt er, um er að ræða tvíorkuskip með rafknúnum skrúfum. Meginorkugjafi er olía en einnig eru stórar rafhlöður um borð sem stuðla að betri orkunýtingu,“ segir í tilkynningunni. Bjarni Sæmundsson hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár.Vísir/Vilhelm
Vísindi Sjávarútvegur Kvennaverkfall Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira