Of margar konur sem fá ekki stuðning Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2023 11:08 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB Vísir/Vilhelm Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, kveðst vera spennt fyrir deginum. „Það var morgunganga í kringum Tjörnina í morgun og ótrúlega góð þátttaka, það tókst vel til. Svo eru sömuleiðis að byrja viðburðir klukkan ellefu eins og á Akureyri og víðar um landið. Það byrjar fyrr því þau ætla svo að horfa á útsendinguna frá Arnarhóli klukkan tvö. Það er verið að prófa hljóðið og athuga hvort þetta drífi ekki um allan bæ,“ segir Sonja. Sendir kveðjur á þær sem geta ekki mætt Hún sendir kveðjur á þær konur sem geta ekki eða sjá sér ekki fært að taka þátt í verkfallinu. Þær geti þó tekið þátt með því að birta myndir af sér við störf sín á samfélagsmiðlum. „En við erum því miður enn að heyra sögur, þá sérstaklega af hópum kvenna af erlendum uppruna sem eru í lægst launuðu störfunum og sjá sér ekki fært að taka þátt því þær njóta ekki stuðnings á vinnustaðnum. Ég vil sérstaklega senda þeim kveðju og við öll sem stöndum að þessu. Svo höfum við líka heyrt af sjálfstætt starfandi sem treysta sér ekki að leggja niður störf. Staðan er sú að við sem getum farið, munum gera það og við erum öll saman í baráttunni,“ segir Sonja. Karlmenn taki aðra og þriðju vaktina Hún kallar eftir því að karlmenn stigi ekki einungis upp á vinnumarkaði, heldur einnig heima fyrir. „Það er að okkar mati mjög mikilvægt til þess að endurspegla þá ábyrgð sem fylgir til dæmis þriðju vaktinni, að skipuleggja allt í kringum heimilið og börnin,“ segir Sonja. Kvennaverkfall Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, kveðst vera spennt fyrir deginum. „Það var morgunganga í kringum Tjörnina í morgun og ótrúlega góð þátttaka, það tókst vel til. Svo eru sömuleiðis að byrja viðburðir klukkan ellefu eins og á Akureyri og víðar um landið. Það byrjar fyrr því þau ætla svo að horfa á útsendinguna frá Arnarhóli klukkan tvö. Það er verið að prófa hljóðið og athuga hvort þetta drífi ekki um allan bæ,“ segir Sonja. Sendir kveðjur á þær sem geta ekki mætt Hún sendir kveðjur á þær konur sem geta ekki eða sjá sér ekki fært að taka þátt í verkfallinu. Þær geti þó tekið þátt með því að birta myndir af sér við störf sín á samfélagsmiðlum. „En við erum því miður enn að heyra sögur, þá sérstaklega af hópum kvenna af erlendum uppruna sem eru í lægst launuðu störfunum og sjá sér ekki fært að taka þátt því þær njóta ekki stuðnings á vinnustaðnum. Ég vil sérstaklega senda þeim kveðju og við öll sem stöndum að þessu. Svo höfum við líka heyrt af sjálfstætt starfandi sem treysta sér ekki að leggja niður störf. Staðan er sú að við sem getum farið, munum gera það og við erum öll saman í baráttunni,“ segir Sonja. Karlmenn taki aðra og þriðju vaktina Hún kallar eftir því að karlmenn stigi ekki einungis upp á vinnumarkaði, heldur einnig heima fyrir. „Það er að okkar mati mjög mikilvægt til þess að endurspegla þá ábyrgð sem fylgir til dæmis þriðju vaktinni, að skipuleggja allt í kringum heimilið og börnin,“ segir Sonja.
Kvennaverkfall Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira