Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 13:14 Wlodzimierz Czarzasty, Szymon Holownia, Donald Tusk og Władyslaw Kosiniak-Kamysz, leiðtogar stjórnarandstöðuflokka sem vilja mynda nýja ríkisstjórn. AP Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. Þeir skora jafnframt á forseta landsins, Andrzej Duda, að vera ekki að sóa frekari tíma með því að veita stjórnarflokknum Lögum og réttlæti fyrst formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Duda hóf í morgun samtöl við leiðtoga þeirra flokka sem náðu mönnum á þing til að kanna hvernig landið liggur. Það er á könnu forsetans að veita einum þeirra svo formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Tusk, sem er leiðtogi Borgaralegs vettvangs, lýsti því yfir í morgun að hann og leiðtogar flokkanna Þriðju leiðarinnar og Nýja vinstriflokksins væru staðráðnir í að starfa saman og mynda nýjan meirihluta. Hann bætti því jafnframt við að hann væri forsætisráðherraefnið í slíku samstarfi. Andrzej Duda Póllandsforseti tekur í hönd stjórnarandstöðuþingmannsins Barbara Nowacka. Donald Tusk fylgist með.AP Tusk hvatti í morgun forsetann Duda til að tefja ekki fyrir slíku ferli, en Duda er náinn bandamaður leiðtoga Laga og réttar. Fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi veita leiðtoga stærsta flokksins í kosningunum umboð til stjórnarmyndunar. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Hafi sóað átta árum Szymon Hołownia, einn leiðtoga Þriðju leiðarinnar, sagði í morgun að Lög og réttur hefði nú vegar „sóað átta árum að lífi“ Pólverja. „Þeir hafa fært okkur fimmtíu ár aftur í tímann í stað þess að færa okkur áfram. Þess vegna biðlum við til Duda forseta að sóa ekki annari sekúndu.“ Władysław Kosiniak-Kamysz, leiðtog Þriðju leiðarinnar, sagði flokkana staðráðna í að mynda saman meirihluta. „Saman munum við tilnefna, bæði í dag og á morgun á skrifstofu forseta, Donald Tusk sem næsta forsætisráðherra.“ Fyrrverandi forsætisráðherra og forseti leiðtogaráðs ESB Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Talið er að niðurstaða kosninganna kunni að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og rétt, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða í kosningunum. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Þeir skora jafnframt á forseta landsins, Andrzej Duda, að vera ekki að sóa frekari tíma með því að veita stjórnarflokknum Lögum og réttlæti fyrst formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Duda hóf í morgun samtöl við leiðtoga þeirra flokka sem náðu mönnum á þing til að kanna hvernig landið liggur. Það er á könnu forsetans að veita einum þeirra svo formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Tusk, sem er leiðtogi Borgaralegs vettvangs, lýsti því yfir í morgun að hann og leiðtogar flokkanna Þriðju leiðarinnar og Nýja vinstriflokksins væru staðráðnir í að starfa saman og mynda nýjan meirihluta. Hann bætti því jafnframt við að hann væri forsætisráðherraefnið í slíku samstarfi. Andrzej Duda Póllandsforseti tekur í hönd stjórnarandstöðuþingmannsins Barbara Nowacka. Donald Tusk fylgist með.AP Tusk hvatti í morgun forsetann Duda til að tefja ekki fyrir slíku ferli, en Duda er náinn bandamaður leiðtoga Laga og réttar. Fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi veita leiðtoga stærsta flokksins í kosningunum umboð til stjórnarmyndunar. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Hafi sóað átta árum Szymon Hołownia, einn leiðtoga Þriðju leiðarinnar, sagði í morgun að Lög og réttur hefði nú vegar „sóað átta árum að lífi“ Pólverja. „Þeir hafa fært okkur fimmtíu ár aftur í tímann í stað þess að færa okkur áfram. Þess vegna biðlum við til Duda forseta að sóa ekki annari sekúndu.“ Władysław Kosiniak-Kamysz, leiðtog Þriðju leiðarinnar, sagði flokkana staðráðna í að mynda saman meirihluta. „Saman munum við tilnefna, bæði í dag og á morgun á skrifstofu forseta, Donald Tusk sem næsta forsætisráðherra.“ Fyrrverandi forsætisráðherra og forseti leiðtogaráðs ESB Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Talið er að niðurstaða kosninganna kunni að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og rétt, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða í kosningunum. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04