Bayern enn með fullt hús stiga eftir sigur í Istanbul 24. október 2023 18:38 Jamal Musiala skoraði þriðja mark Bayern í kvöld. Vísir/Getty Bayern München vann góðan 1-3 sigur er liðið heimsótti Galatasaray í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Kingsley Coman kom gestunum frá München yfir strax á áttundu mínútu leiksins eftir stoðsendingur frá Leroy Sane, en Mauro Icardi jafnaði metin með marki af vítapunktinum eftir hálftíma leik. Icardi var ískaldur á punktinum og vippaði boltanum á mitt markið, en Sven Ulreich skutlaði sér til hægri. Staðan var því 1-1 í hálfleik og alveg þar til á 73. mínútu þegar Harry Kane kom gestunum yfir á nýjan leik með góðu marki. Hann var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann lagði upp fyrir Jamal Musiala og niðurstaðan varð því 1-3 sigur Bayern. Þýskalandsmeistararnir eru því enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum og tróna á toppi A-riðils með níu stig. Galatasaray situr hins vegar í öðru sæti með fjögur stig. Á sama tíma vann Inter góðan 2-1 sigur gegn FC Salzburg í D-riðli þar sem Alexis Sanchez kom heimamönnum yfir á 19. mínútu áður en Oscar Gloukh jafnaði metin fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Hakan Calhanoglu tryggði heimamönnum þó sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 64. mínútu og Inter trónir því á toppi D-riðils með sjö stig, fjórum stigum meira en Salzburg sem situr í þriðja sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Bayern München vann góðan 1-3 sigur er liðið heimsótti Galatasaray í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Kingsley Coman kom gestunum frá München yfir strax á áttundu mínútu leiksins eftir stoðsendingur frá Leroy Sane, en Mauro Icardi jafnaði metin með marki af vítapunktinum eftir hálftíma leik. Icardi var ískaldur á punktinum og vippaði boltanum á mitt markið, en Sven Ulreich skutlaði sér til hægri. Staðan var því 1-1 í hálfleik og alveg þar til á 73. mínútu þegar Harry Kane kom gestunum yfir á nýjan leik með góðu marki. Hann var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann lagði upp fyrir Jamal Musiala og niðurstaðan varð því 1-3 sigur Bayern. Þýskalandsmeistararnir eru því enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum og tróna á toppi A-riðils með níu stig. Galatasaray situr hins vegar í öðru sæti með fjögur stig. Á sama tíma vann Inter góðan 2-1 sigur gegn FC Salzburg í D-riðli þar sem Alexis Sanchez kom heimamönnum yfir á 19. mínútu áður en Oscar Gloukh jafnaði metin fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Hakan Calhanoglu tryggði heimamönnum þó sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 64. mínútu og Inter trónir því á toppi D-riðils með sjö stig, fjórum stigum meira en Salzburg sem situr í þriðja sæti.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti