Íslendingar geti náð fullkomnu jafnrétti Árni Sæberg skrifar 24. október 2023 16:12 Katrín Jakobsdóttir á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm „Ef einhver þjóð ætti að geta náð markmiðinu um fullt jafnrétti, þá erum það við,“ segir forsætisráðherra, sem lagði niður störf í dag en er þó alltaf á vaktinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur í dag í tilefni verkfalls kvenna og kvára í dag. „Ég lagði niður mín formlegu störf, þó að maður sé svo sem alltaf á vaktinni, eðlilega. Ég geri það til að sýna samstöðu og það er alveg magnað að sjá samstöðuna hér niðri í miðbæ Reykjavíkur, allan þennan fjölda fólks sem er mættur til að gera þessa eðlilegu kröfu um fullt jafnrétti, sem er svo löngu tímabær,“ sagði Katrín þegar fréttamaður okkar náði tali af henni í dag. Óþolandi staða Tugir þúsunda lögðu leið sína á baráttufund í miðbænum og lögreglan hefur aldrei séð annan eins fjölda samankominn þar. „Það segir okkur að okkur finnst þetta óþolandi staða. Við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun, vissulega hefur hann dregist saman, en það segir okkur að það er hægt að loka honum. Síðan er það þessi mikilvæga krafa um að uppræta kynbundið ofbeldi, sem er auðvitað risastórt jafnréttismál,“ segir Katrín. Dagur sem þessi auki öllum kraft Katrín segir að auðvitað vinni stjórnmálamenn að auknu jafnrétti á hverjum degi og að hún hafi verið á kafi í málaflokknum undanfarin ár. „En þessi dagur, þetta eykur okkur öllum kraft og segir okkur hvað það er mikil samstaða í samfélaginu um, eins og ég segi, þessa eðlilegu kröfu.“ Jafnréttismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvennaverkfall Tengdar fréttir Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12 Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur í dag í tilefni verkfalls kvenna og kvára í dag. „Ég lagði niður mín formlegu störf, þó að maður sé svo sem alltaf á vaktinni, eðlilega. Ég geri það til að sýna samstöðu og það er alveg magnað að sjá samstöðuna hér niðri í miðbæ Reykjavíkur, allan þennan fjölda fólks sem er mættur til að gera þessa eðlilegu kröfu um fullt jafnrétti, sem er svo löngu tímabær,“ sagði Katrín þegar fréttamaður okkar náði tali af henni í dag. Óþolandi staða Tugir þúsunda lögðu leið sína á baráttufund í miðbænum og lögreglan hefur aldrei séð annan eins fjölda samankominn þar. „Það segir okkur að okkur finnst þetta óþolandi staða. Við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun, vissulega hefur hann dregist saman, en það segir okkur að það er hægt að loka honum. Síðan er það þessi mikilvæga krafa um að uppræta kynbundið ofbeldi, sem er auðvitað risastórt jafnréttismál,“ segir Katrín. Dagur sem þessi auki öllum kraft Katrín segir að auðvitað vinni stjórnmálamenn að auknu jafnrétti á hverjum degi og að hún hafi verið á kafi í málaflokknum undanfarin ár. „En þessi dagur, þetta eykur okkur öllum kraft og segir okkur hvað það er mikil samstaða í samfélaginu um, eins og ég segi, þessa eðlilegu kröfu.“
Jafnréttismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvennaverkfall Tengdar fréttir Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12 Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12
Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02